Nýnemar

Velkomin til náms við Landbúnaðarháskóla Íslands!

Image

LbhÍ er skóli með mikla sérstöðu. Skólinn býður hvort tveggja upp á nám á framhaldsskólastigi og á háskólastigi. Aðalstarfsstöð LbhÍ er á Hvanneyri en einnig er starfsstöð á Keldnaholti í Reykjavík. Nemendur hafa gott aðgengi að kennurum og leitast starfsfólk skólans eftir því að skapa nemendum sínum góða vinnuaðstöðu á starfsstöðum skólans. Hér fyrir neðan er að finna helstu upplýsingar til nýnema.

Allar frekari upplýsingar er að fá hjá kennsluskrifstofu LbhÍ í síma 433-5000 eða á netfanginu kennsluskrifstofa@lbhi.is.

Skráningargjöld

Image

Skráningargjöld LbhÍ eru 75.000 kr fyrir grunn- og framhaldsnám háskólabrauta og 50.000 kr fyrir nám á framhaldsskólastigi. Skráningargjöld eru óafturkræf. Á hverju hausti eru haldnir nýnemadagar sem allir nýnemar ættu að taka þátt í. Kennsla fer fram á stuttönnum (búfræði & háskóladeild), þ.e. kennt er í sjö vikur og þá hefst prófatíð yfir tveggja vikna tímabil. Einstök námskeið í háskóladeild standa yfir tvær stuttannir.

Aðgangur að kerfum skólans

Image

Þegar greiðsla hefur verið innt af hendi þarftu að sækja um aðgang að nemendaskrárkerfinu UGLA inn á námsumsóknasíðunni. Á Uglu má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar, m.a. starfsáætlun skólans ásamt stundaskrá og bókalista sem birtast þegar nær dregur upphafi skólaárs. Athugið að sólarhringur þarf að líða frá greiðslu þar til hægt er að sækja um aðgang. Frekari upplýsingar á kennsluskrifstofu.

Gott að vita – hvert ber að snúa sér

Image
 • Vottorð, hvor tveggja skil á vottorði sem og beiðni um vottorð – kennsluskrifstofa
 • Úrsögn úr áfanga (í síðasta lagi sjö dögum fyrir próf) – kennsluskrifstofa
 • Úrsögn úr skóla – kennsluskrifstofa
 • Vandamál tengd Uglu, notendanafn glatað, leiðrétting á skráning – kennsluskrifstofa
 • Nemendagarðar, útleiga, skil og önnur aðstoð – Umsjónarmaður nemendagarða (hafdisjo@lbhi.is)
 • Staðfesting á skólavist  - móttaka í Ásgarði
 • Nemendaskírteini - móttaka í Ásgarði
 • Námsmat – Kennsluskrifstofa
 • Próftafla, próf og sjúkra- og endurtökupróf – kennsluskrifstofa
 • Spurningar um einstök námskeið, s.s. skyldumæting, námsferðir, verklegir tíma og annað innra starf – kennari í viðkomandi námskeiði
 • Hesthús og/eða hesthúsapláss á Mið Fossum – midfossar@lbhi.is
 • Kvittanir fyrir greiðslu – móttaka í Ásgarði / gjaldkeri
 • Tímapöntun hjá náms- og starfsráðgjafa – námsráðgjafi Þórey Þórarinsdóttir, nams@lbhi.is
 • Skiptinám og alþjóðamál – alþjóðafulltrúi (christian@lbhi.is)
 • Bókasafn er starfrækt á Hvanneyri og á Keldnaholti, hægt er að fá lánaðar bækur á milli safna – bokasafn@lbhi.is
 • Aðstoð vegna tölvu- og tæknimála – tölvuþjónsta (hjalp@lbhi.is)
 • Prent- og ljósritunarinneign – móttaka í Ásgarði
Ugla

Handbók nemenda er að finna á Uglu. Starfsáætlun skólans er einnig að finna á Uglu.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image