Gæðamál

Gæðakerfi

Landbúnaðarháskóla Íslands

Image

Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum.

Stefna LbhÍ leggur áherslu á að stórauka rannsóknir, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf í því skyni að efla kennslu og innviði skólans þar með talið gæðakerfi, skjalavistun og verkferla.

Gæðakerfi LbhÍ byggir á Rammaáætlun Gæðaráðs háskóla um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á Íslandi 2017-2023 (e. Icelandic Quality Enhancement Framework – QEF2), Kröfum og leiðbeiningum fyrir gæðatryggingu á sviði æðri menntunar í Evrópu (e. Standards and Guidelines for Quality Assurance in the European Higher Education Area – ESG 2015) og stefnu LbhÍ 2019-2024.

Gæðanefnd og gæðastjóri sinna daglegri umsjón með gæðakerfi LbhÍ eftirliti og umbótum, en rektor ber endanlega ábyrgð á gæðakerfinu.

Sjálfsmatsskýrslur

Háskólum er gert að birta opinberlega á vef sínum útdrátt úr sjálfsmatsskýrslum faglegra eininga:

Gæðastefna

Image

Í LbhÍ er leitast við að veita nemendum framúrskarandi menntun og starfsfólki góð vinnuskilyrði. Sjálfbærni, hagsæld og framsækni eru gildi skólans sem fléttast inn í allt hans starf.

Með gæðastefnu LbhÍ setur skólinn sér eftirfarandi markmið:

  • Markmiðið með gæðakerfi Lbhí er að auka gæði náms og starfs innan skólans og tryggja að rannsóknir og prófgráður standist gæðakröfur og alþjóðleg viðmið. Gæðakerfi LbhÍ er jafnframt ætlað að greina tækifæri til umbóta, efla gæðavitund og verkferla.

  • Að þróa gæðakerfi sem er í samræmi við Rammaáætlun Gæðaráðs íslenskra háskóla, Kröfur og leiðbeiningar fyrir gæðatryggingu á sviði æðri menntunar í Evrópu og stefnu LbhÍ 2019- 2024.

  • Að styðja við sjálfsmat deilda þar sem sýnt er fram á gæði námsumhverfis nemenda, gæði prófgráðna og að gæði rannsókna séu tryggð með kerfisbundnum hætti

  • Að fylgja eftir niðurstöðum sjálfsmats með umbótamiðuðum aðgerðum

  • Að ýta undir hugarfar gæðamenningar með stöðugum umbótum, þjálfun og fræðslu
  • Að stuðla að því að námsleiðir skólans endurspegli nýjustu þekkingu og styðjist við alþjóðlegar viðurkenndar rannsóknir

  • Að stuðla að áframhaldandi góðu samstarfi við nemendur og tryggja þátttöku þeirra í umbóta- og gæðastarfi LbhÍ

  • Að stuðla að góðu samstarfi við atvinnulífið og aðra hagaðila og tryggja að nám og kennsla sé í takt við þarfir þess atvinnulífsins

  • Að stuðla að virku upplýsingastreymi innan og utan skólans um gæðamál og niðurstöður gæðavinnu með reglubundnum hætti
Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image