Skiptinám
Skiptinám

Alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir og hefur umsjón með nemenda- og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus og Erasmus+ . Alþjóðafulltrúi stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar.
Alþjóðafulltrúi veitir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf LbhÍ og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta.
Alþjóðafulltrúi er Christian Schultze
Viðtalstímar eru á þriðjudögum og miðvikudögum frá kl 9:00 til 15:00.

DANMÖRK
Aarhus Universitet Science and Technology NOVA skóli – möguleiki til skiptináms með Nordplus styrk
NOREGUR
Norwegian University of Life Sciences NOVA skóli – möguleiki til skiptináms með Erasmus og/eða Nordplus University of Oslo Líffræði og tengdar greinar á PhD stigi Erasmus+samkomulag 2016-2021
SVÍÞJÓÐ
Swedish University of Agricultural Sciences, SLU NOVA skóli – möguleiki til skiptináms með Erasmus og/eða Nordplus
FINLAND
University of Helsinki NOVA skóli – möguleiki til skiptináms með Nordplus styrk University of Eastern Finland, School of Forest Sciences NOVA skóli – möguleiki til skiptináms með Nordplus styrk
EISTLAND
Estonian University of Life Sciences BOVA skóli - möguleiki til skiptináms með Erasmus og/eða Nordplus
LETTLAND
Latvia University of Agriculture BOVA skóli - möguleiki til skiptináms með Erasmus og/eða Nordplus
LITHÁEN
Aleksandras Stulginskis University BOVA skóli - möguleiki til skiptináms með Erasmus og/eða Nordplus
FRAKKLAND
École nationale supérieure d‘architecture et de paysage de Bordeaux Umhverfisskipulag Erasmus+ samningur 2014-2021
SLÓVENÍA
University of Ljubljana Umhverfisskipulag og skipulagsfræði Erasmus+ samningur 2016-2021
TÉKKLAND
Czech University of Life Sciences Prague, Faculty of Environmental Sciences - Umhverfisskipulag og umhverfisfræði Faculty of Agrobiology, Food and Natural Rescources – Landbúnaður og skógfræði Erasmus+ samningur 2014/16 – 2021
UNGVERJALAND
University of Szeged Landbúnaður og skógfræði Erasmus+ samningur 2014-2021 Széchenyi István Egyetem Starfsmannaskipti Erasmus+ samningur 2016-2017
ÞÝSKALAND
Hochschule Weihenstephan-Triesdorf Umhverfisskipulag Erasmus+ samningur 2014-2021 Hochschule Anhalt Umhverfis- og vistfræði Erasmus+ samningur 2014-2021 Nürtingen-Geislingen University Umhverfisfræði Erasmus+ samningur 2014-2021
Hlutverk alþjóðafulltrúa

Meginhlutverk alþjóðafulltrúa er að aðstoða nemendur sem hafa hug á því að taka hluta náms síns við erlenda háskóla. Mælt er með því að nemendur nýti sér skiptinám ef þeir eru að velta fyrir sér frekara framhaldsnámi erlendis. Með því gefst kostur á að skoða erlenda háskóla að eigin raun og kynnast kennurum sem síðar geta orðið leiðbeinendur þeirra í námi. Nemendum stendur einnig til boða starfsnám á vegum Erasmus+, bæði á meðan námi stendur og strax að útskrift lokinni.
Alþjóðafulltrúi aðstoðar einnig starfsmenn LbhÍ vegna kennaraskipta og rannsóknastyrkja.
Möguleikar erlendis

Erasmus+
LbhÍ er með samstarfssamninga við ýmsa skóla í Evrópu í gegnum ERASMUS-áætlunina. ERASMUS+ byggir m.a. upp á einstaklingsstyrkjum til nemendaskipta og geta nemendur sótt um dvöl í 3-12 mánuði án þess að það tefji þá í námi þar sem skilyrði er að námið erlendis verði að fullu metið þegar heim er komið.
Sjá leiðbeiningar um umsóknir til stúdentaskipta.
NOVA
NOVA er heiti á samstarfsnetverki sjö landbúnaðar-, skógfræði- og dýralæknaháskóla á Norðurlöndunum, NOVA opnar dyrnar að námi á Norðurlöndunum og í baltnesku ríkjunum. Nemendur geta sótt um Nordplus eða Erasmus styrki til skiptináms í gegnum NOVA. Hvað getur NOVA boðið þér?
MEIRA: Eitt aðalhlutverk NOVA er að efna til stuttra en krefjandi meistara- og doktorsnámskeiða, sem haldin eru í einhverjum af NOVA skólunum.
Á vegum NOVA eiga allir BS og MS-nemar við LbhI þess kost að fara í skiptinám í lengri eða skemmri tíma við annan NOVA skóla; uppfylli þeir lágmarkskröfur.
Í gegnum NOVA geta nemendur með BS-gráðu gengið beint inn í meistaranám í mörgum greinum við þessa háskóla og fengið einingar metnar til fulls. Meira um NOVA. Sjá hér
Bæklingur á ensku um NOVA-skólana. Sjá hér