Einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni
Einelti, kynferðisleg og
kynbundin áreitni

Það er stefna skólans að koma skýrum skilaboðum á framfæri um að einelti, kynferðis- eða kynbundin áreitni sem og hvers konar önnur óútskýrð áreitni verður ekki liðið.
Ef starfsfólk eða nemendur verða fyrir eða verða varir við einelti eða hverskonar áreitni ber að tilkynna það.
Tilkynning atviks

Hvert á að leita?
Mikilvægt er að tilkynna atvik varðandi einelti og hverslags áreitni. Almenna reglan er sú að málum skuli vísað til mannauðsstjóra eða námsráðgjafa til meðhöndlunar. Viðkomandi finnur viðeigandi farveg fyrir hvert mál og eru til ráðgjafar og stuðnings fyrir allt starfsfólk og nemendur í málefnum er varða einelti og áreitni. Viðbragðsáætlun má nálgast hér.
Farvegur getur eftir atvikum verið til:
- Mannauðsstjóra
- Starfs- og námsráðgjafa
- Jafnréttisfulltrúa
- Rektors
- Öryggistrúnaðarmanna
- Næsta yfirmanns
Frekari upplýsingar

Kynferðisofbeldi
Hér er að finna upplýsingar um fræðslu á vegum Stígamóta auk ýmis fræðsluefnis um kynferðisofbeldi.
Einelti á vinnustað
Hér er að finna upplýsingar frá Vinnueftirlitinu um viðbrögð við einelti á vinnustað
Verklagsreglur skólans
Ítarlegri upplýsingar og verklagsreglur LBHÍ er varðar einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti.