Fræðsludagurinn Reiðmannsins haldinn á Hvanneyri á laugardag

Á laugardag verður haldinn fræðsludagur í Reiðmanninum á Hvanneyri þar sem nemendur í Reiðmanninum I og II á vegum Endurmenntunar LBHÍ koma saman í skólahúsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hestamiðstöðinni á Mið-Fossum og fá bæði bóklega og verklega fræðslu. Nemendur í Reiðmanninum III verða svo með á Mið-Fossum og fá verklega sýnikennslu með öðrum reiðnemendum. Þátttaka á fræðsludeginum er með því besta sem þekkist og eru rúmlega 130 manns skráðir til þátttöku. 

Fjöldi sérfræðinga verða með erindi: Einar Ásgeirsson fóðurfræðingur verður með fyrirlestur um vetrarfóðrun reiðhesta, Gunnar Halldórsson járningamaður verður með fyrirlestur um járningar og hófhirðu, Hrefna Sigurjónsdóttir doktor í dýraatferlisfræði verður með fyrirlestur um félagshegðun hesta og Sigríður Björnsdóttir sérgreinadýralæknir hrossa verður með fyrirlestur um heilsu og velferð íslenska hestsins. 

Seinnipartinn er svo sýnikennsla á Mið-Fossum þar sem 6 af reiðkennurum Reiðmannsins verða með sýnikennslu. 

Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi, og ekki síður fyrir reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu að eflast sem manneskjur. Þrjár námsleiðir eru í boði, Reiðmaðurinn I, Reiðmaðurinn II og Reiðmaðurinn III. 

Í vetur er nám í Reiðmanninum haldið á 11 stöðum hringinn í kringum landið og eru um það bil 150 manns sem stunda reiðmannsnám hjá Endurmenntun. 

Allar nánari upplýsingar um nám í Reiðmanninum er að finna á vef Endurmenntunar LBHÍ. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image