Fyrsti alsherja fundur UNIgreen háskólanetsins fór fram í Almeria háskólanum og komu yfir hundrað sérfræðingar frá öllum háskólum samstarfsins

Fyrsti sameiginlegi vinnufundur UNIgreen háskólanetsins

Dagana 23. – 25 október fer fram vinnufundur háskólanetsins UNIgreen. Netinu er ætlað að efla samvinnu um menntun, rannsóknir og nýsköpun sem og bættra ferla og miðlun þekkingar á sviði landbúnaðar, lífvísinda og líftækni.

 

Háskólarnir átta sem eru hluti af netinu hittast í Almeria háskólanum sem hýsir fundinn. Markmiðið fundarins er að efla alþjóðlegt samstarf og skipuleggja framtíð netsins með áherslu á skiptinám, stafræn þróun og sýnileika netsins. Á fundinum munu yfir eitt hundrað manns taka þátt í vinnustofum og fyrirlestrum um UNIgreen. Starfinu er skipt í 9 vinnupakka og leiðir Landbúnaðarháskólinn einn þeirra. Vinnuhópar munu fara yfir starf sem hefur verið unnið, deila niðurstöðum og skipta með sér verkum.

 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu UNIgreen 

Upplýsingar um dagskrá fundarins

 

---

LBHÍ bætist í hóp evrópskra háskólaneta 
Evrópskt samstarf á sviði landbúnaðar, líftækni og lífvísinda

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image