Guðný Rós hlaut gullverðlaun á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Image
Image
Image

Dagana 16. -18. mars fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll, en þar koma saman nemendur í öllum helstu verk- og iðngreinum sem kenndar eru víða um land, og keppa í sinni iðn. Skrúðgarðyrkja er eina löggilda iðngreinin sem kennd er við Landbúnaðarháskólann og í ár voru keppendur sex. Þetta var í fyrsta sinn sem konur taka þátt í keppninni í skrúðgarðyrkju en þær voru þrjár.

Keppendur áttu að útbúa hellulögn eftir teikningu auk beðs sem svo þurfti að planta í.

Úrslitin voru kunngerð á laugardaginn og var það Guðný Rós Sigurbjörnsdóttir sem hreppti gullið, í öðru sæti var Kristín Snorradóttir og í þriðja sæti var Hörður Helgi Hreiðarsson. Keppnin var jöfn og spennandi og stóðu allir keppendur sig með sóma.

Samhliða keppninni kynntu framhaldsskólar víðsvegar um land námið sitt. LbhÍ er hvortveggja með nám á framhaldsskólastigi sem og háskólastigi og var með bás tileinkaðan námi í garðyrkjufræðum og búfræði. Á Facebook síðu LbhÍ er að finna myndir frá Íslandsmótinu og framhaldsskólakynningunni.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image