Fulltrúar frá KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofu og Tækniþróunarsjóði heimsækja landsbyggðina og bjóða upp á opna kynningarfundi fyrir frumkvöðla, sprota og fyrirtæki sem eru að þróa lausnir framtíðarinnar og vilja vaxa og sækja á nýja markaði.
Á viðburðinum verða þrjú 20 mínútna erindi:
- KLAK: Stuðningsleiðir, hraðlar og tækifæri fyrir sprota á öllum stigum
- Íslandsstofa: Aðgangur að alþjóðamörkuðum, erlendri fjármögnun og erlendum samstarfsaðilum
- Tækniþróunarsjóður: Styrkir og ráðgjöf fyrir hugmyndir, þróunarverkefni og ný tækifæri
Að loknum erindum gefst tími fyrir spurningar og samtal þar sem gestir geta rætt sín verkefni, fengið ráðgjöf og tengst beint við fulltrúa allra þriggja stofnana.
Staðsetning: Borg, 2. hæð.
Nánar: https://fb.me/e/6v2kuXmiE





