Nýtt rit LbhÍ: Tilraunir með þvagefni (urea) sem nituráburð

Nýlega kom út fjölrit LbhÍ nr. 75, Tilraunir með þvagefni (urea) sem nituráburð. Þar er gerð grein fyrir niðurstöðum fimm tilrauna með þvagefni sem niturgjafa. Þvagefni (CO(NH2)2) var töluvert prófað í tilraunum hér á landi fyrir nokkrum áratugum síðan. Niðurstöðurnar þá sýndu heldur lakari nýtingu en hjá öðrum nituráburðartegundum og þess vegna hefur það ekki verið mikið notað undanfarna áratugi. Nú er kominn á markað hér á landi þvagefnisáburður (Sprettur+ OEN) sem hefur verið húðaður í þeim tilgangi að minnka tap niturs. Þessi áburður var borinn saman við hefðbundinn CAN nituráburð í fjórum grastilraunum á Korpu og Möðruvöllum. Þvagefnisáburðurinn skilaði ekki lakari niðurstöðum en viðmiðunaráburðurinn í þeim tilraunum. Þessar áburðartegundir voru einnig bornar saman í korntilraun á Vindheimum í Skagafirði. Þar kom þvagefnið heldur lakar út. Vorið var mjög þurrt þetta ár og niðurstöðurnar bentu til þess að nitrið hefði losnað of hægt úr þvagefnisáburðinum. Nauðsynlegt er að gera fleiri tilraunir með þennan áburð við breytileg skilyrði.

Höfundar eru Guðni Þorvaldsson, Þóroddur Sveinsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir og Jónatan Hermannsson.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image