Arctic Circle Assembly | Hringborð norðurslóða

Ráðstefnan Hringborð norðurslóða nær yfir málefni svæða sem tilheyra norðurheimskautsbaugi og áhrif svæðisins á nærliggjandi svæði..

Arctic Circle hefst á morgun | Landbúnaðarháskóli Íslands með málstofu

Landbúnaðarháskóli Íslands, ásamt tékkneska sendiráðinu í Osló, Rykrannsóknafélagi Íslands (RykÍS), netverki Háskóla norðurslóða (University of the Arctic) um háloftaryk og samtökum evrópskra landbúnaðar- og lífvísindaháskóla (ICA), hefur umsjón með málstofu á Hringborði norðurslóða (Arctic Circle) sem fram fer í Hörpu á morgun, fimmtudag, og föstudag. Málstofan ber heitið Preserving the Arctic: challenges ahead og vísar til þeirra áskoranna sem blasa við okkur í varðveiðslu norðurheimskautsins. 

Auk þess verða rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Ragnheiður Þórarinsdóttir og Pavla Dagsson-Waldhauserová, lektor við háskólann, með erindi. Erindi Ragnheiðar snýr að því hvernig við getum varðveitt norðurskautið með sterkum nærsamfélögum. Erindi Pövlu, sem einnig er forseti Rykrannsóknafélags Íslands, fjallar um ný-uppgötvaða umhverfisþætti á norðurslóðum og hvort og þá hvaða áhrif þeir hafa á loftslag. 

Fleiri áhugaverð erindi eru í málstofunni sem og á Hringborðinu í heild sinni (https://www.arcticcircle.org/).

Nánari upplýsingar veitir Rósa Björk Jónsdóttir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image