U-GREEN network meeting

Samstarfsaðilar í U-GREEN verkefninu að loknum vinnufundi í Póllandi

Háskólasamstarf til að stuðla að grænum umbreytingum og sjálfbærum starfsháttum í menntun

Þriðji fundur samstarfsaðila U-GREEN verkefnisins fór fram við Lífvísindaháskólann í Varsjá í Póllandi núna í september, en Jóhanna Gísladóttir var fulltrúi LBHÍ. Verkefnið snýst um háskólasamstarf til að stuðla að grænum umbreytingum og sjálfbærum starfsháttum í menntun. Því er hrint í framkvæmd sem hluti af Erasmus+ stefnumótandi samstarfi, og samstarfsaðilar okkar eru Universidad de Almería (UAL) á Spáni, Haute Ecole de la Province de Liège (HEPL) í Belgíu, Instituto Politécnico de Coimbra (IPC) í Portúgal, Landbúnaðarháskólinn í Plovdiv í Búlgaríu, University of Modena og Reggio Emilia (UNIMORE) á Ítalíu, Paris Sup'Biotech í Frakklandi og INCOMA á Spáni ásamt hinum fyrrnefnda Lífvísindaháskóla í Varsjá.
 
Nokkrum verkþáttum hefur nú þegar verið lokið, og þróaðir hafa verið staðlar og leiðbeiningar um græna umbreytingu háskólastofnana. Þar á meðal má nefna reglur um veitingu „Græna merkisins“, sem er tegund vottorðs sem staðfestir að viðkomandi háskólastofnun sé á vegferð grænnar umbreytingar. 
 
 
Á fundinum var tveggja daga vinnustofa þar sem þátttakendur unnu að þjálfunaráætlun og kennsluefni fyrir U-GREEN sérfræðinga, sem munu taka þátt í að leiðbeina og veita háskólastofnunum „Græna merkið“. Þar sem Landbúnaðarháskóli Íslands lauk fimmta og síðasta Græna skrefinu á vegum Umhverfisstofnunar fyrr á þessu ári hafa okkar fulltrúar getað deilt sinni reynslu í samstarfsverkefninu.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image