Íslensk víðiyrki og klónar, lýsing, söfnun og varðveisla

Íslensk víðiyrki og klónar, lýsing, söfnun og varðveisla

Nýlega kom út Rit LbhÍ nr. 158 sem ber heitið „Íslensk víðiyrki og klónar, lýsing, söfnun og varðveisla“ eftir Samson Bjarnar Harðarson.

Það eru fá lönd í heiminum þar sem notað er jafn mikið af tegundum víðis (Salix sp.) í ræktun og raun ber vitni hér á Íslandi (Samson B. Harðarson, 2009a). Mikið er notað af erlendum tegundum og yrkjum, svo sem alaskavíði (Salix alaxensis) og jörfavíði (Salix hookeriana) frá Alaska, selju (Salix caprea) og viðju (Salix myrsinifolia) frá Noregi, en einnig er notað töluvert af íslenskum yrkjum. Má fullyrða að óvíða sé til jafn mikið safn víðitegunda frá norðlægum slóðum og hérlendis og hafa erlendir aðilar eins og Norðmenn og Svíar leitað fanga hér um harðgerð yrki. Hingað til hefur ekki verið til heildstætt yfirlit á riti eða safn þessara tegunda hérlendis og er gerð tilraun til þess hér að bæta úr því hvað varðar yrki af íslenskum uppruna.

Verkefnið var unnið fyrir fjárstyrk frá Erfðanefnd landbúnaðarins og hófst upphaflega sumarið 2009. Það var unnið samhliða garðplönturannsóknum og söfnun plantna á vegum verkefnisins Yndisgróður sem rekið var af Landbúnaðarháskóla Íslands í samvinnu við Félag garðplöntuframleiðenda, Grasagarðs Reykjavíkur, Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá auk ýmissa sveitarfélaga sem hafa lagt til land, vinnu og kostnað við gerð safngarða og umhirðu þeirra. Skýrsla var unnin veturinn 2012 – 2013 og svo endurskoðuð haustið 2022 fyrir útgáfu í rit Landbúnaðarháskóla Íslands. Nálgast má ritið í heild sinni hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image