Landbúnaður í gegnum safn og skóla - Málþing

Í tilefni af 80 ára afmæli Bjarna Guðmundssonar stendur Landúnaðarsafn Íslands í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir málþingi um landbúnað í gegnum safn og skóla. Bjarni hefur verið ötull í rannsóknum á landbúnaðarsögu landsins og á heiðurinn af því að gripum sem tengjast henni hefur verið safnað og þeir sýndir í Búvélasafninu og síðar Landbúnaðarsafni Íslands, þar sem hann var um langt skeið safnstjóri. En starf hans við ritun fræðibóka um þróun íslenskra búhátta er sömuleiðis algjörlega ómetanlegt. Bjarni er ósínkur á að miðla úr þekkingarbrunni sínum og nýtur starfsfólks safnsins þess ómælt, sem og aðrir.

Málþingið fer fram 31. ágúst í Ásgarði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri milli kl 13 og 17.

Dagskrá 

Kl. 13:00. Setning málþings.
13:15. Árni Daníel Júlíusson, rannsóknasérfræðingur við Háskóla Íslands. Þegar sel var á hverri jörð. Úr sögu seljabúskapar við Eyjafjörð 880-1904
14:00. Haraldur Benediktsson, stjórnarmaður Landbúnaðarsafns Íslands. Kveðja frá stjórn Landbúnaðarsafnsins
14:25. Þór Marteinsson. …og svo kom Fergussonfélagið.
14:35. Lilja Árnadóttir, fyrrum stjórnarmaður Landbúnaðarsafns Íslands og sviðstjóri Þjóðminjasafns Íslands. Safnmaðurinn Bjarni á Hvanneyri.

Hlé 15:00-15:30. Kaffi og kleinur. Tónlist.

15:30. Anna Heiða Baldursdóttir, sérfræðingur Landbúnaðarsafns Íslands. Safn og skóli. Tilurð safns innan skóla.
16:00. Þóroddur Sveinsson, lektor við Landbúnaðarháskólann. Búvísindamaðurinn Bjarni Guðmundsson.
16:25. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði. Safn og háskólakennsla.
16:45. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands. Framtíðarmöguleikar.

Viðburðurinn á Facebook

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image