Morgunblaðsskeifan 2024 verður veitt á Skeifudeginum, Sumardaginn fyrsta 25. apríl og hefst dagskráin kl 13 á Mið-Fossum

Morgunblaðsskeifan 2024 verður veitt á Skeifudeginum, Sumardaginn fyrsta 25. apríl og hefst dagskráin kl 13 á Mið-Fossum

Skeifudagurinn 2024 - Sumardaginn fyrsta

Sumardaginn fyrsta fer Skeifudagurinn fram að venju en hann hefur verið haldinn hátíðlegur við skólann síðan 1957 og dregur nafn sitt af Morgunblaðsskeifunni. Morgunblaðsskeifan eru verðlaun gefin af Morgunblaðinu og vildi blaðið með því „sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar“.

 

Hestamannafélag nemenda við skólann, Grani býður að því tilefni til uppskeruhátíðar búfræðinemenda sem stundað hafa hestamennskuáfanga við skólann í vetur en félagið heldur uppá 70 ára afmæli í ár. Dagskráin er hefbundin og hefst með fánareið kl 13 í reiðhöll hestamiðstöðvar LbhÍ að Mið-Fossum. Nemendur sýna afrakstur vetrarins en þau temja trippi ásamt því að þjálfa tamið hross. Að lokinni sýningu og keppni um Gunnarsbikarinn verður verðlaunaathöfn að Mið-Fossum þar sem nemendur selja kaffiveitingar og happadrættismiða í hinu margrómaða stóðhestahappadrætti. Í kaffinu verða svo veittar viðurkenningar og Skeifuhafi krýndur fyrir árið 2024. Forseti Íslands, Guðni th. Jóhannesson mun afhenda Skeifuna í ár fyrir hönd gefenda.

 
Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við sem flesta til að koma og fagna komu sumars með okkur.
 

Dagskrá í reiðhöll hefst kl 13

 • Fánareið og opnunarávarp
 • Sýningaratriði Hestafræðibrautar
 • Kynning búfræðinemenda á tamningartryppum sem keppa um Skeifuna
 • Sýningaratriði frá Hemlu
 • Sýningaratriði „Útlenska hestafræðin“
 • Úrslit í keppni um Gunnarsbikarinn

Fjáröflunarkaffi Búfræðinemenda og verðlaunaathöfn

 • Útskriftarskirteini veitt
 • Verðlaun Félags Tamningamanna veitt
 • Eiðfaxaverðlaun veitt
 • Morgunblaðsskeifan veitt af Forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni
 • Dregið í stóðhestahappadrætti Grana

 

Áætlað er að dagskrá ljúki rúmlega 4 

 
 
 
 
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image