Helene með tvo af hestunum sem hún sá um í vetur ásamt öðrum störfum í hestamiðstöðinni að Mið-Fossum

Helene Nielsen var starfsnemi á Mið-Fossum í hestamiðstöð skólans. Hér er hún ásamt tveimur af hestunum sem hún sá um í vetur á Mið-Fossum.

Starfsnemi í hestamiðstöðinni á Mið-Fossum

Helene Nielsen var starfsnemi hjá okkur síðari hluta vetrar og vann við hestamiðstöð skólans að Mið-Fossum. Helene er 23 ára og kemur frá Árósum í Danmörku þar sem hún er í námi í landbúnaðartækni með áherslu á hesta. Helene sagði okkur aðeins frá sér og reynslu sinni og upplifun.

„Ég hef stundað hestamennsku nánast allt mitt líf og byrjaði á íslenskum hestum fyrir um 11 árum. Ég hef unnið við að temja og þjálfa ung hross og á sjálf íslenska hryssu sem ég keppi á og þjálfa í Danmörku. Fyrir utan það þá vinn ég einnig í hestavörubúð og ráðlegg viðskiptavinum þar um búnað og annað tengt hestamennsku.“

Helene Nielsen á Mið-Fossum sem er hestamiðstöð skólans og tekur um 70 hross í stíur. Þar er einnig reiðhöll og öll aðstaða til verklegrar kennslu. Helene sá um gjafir og fleira tengt starfseminni í vetur. 

 

Af hverju LBHÍ?

Í námi mínu þarf maður að fara í átta vikna starfsþjálfun og eftir að ég hafði verið ferðalangur á Íslandi langaði mig alltaf til að koma aftur. Ég sló því tvær flugur í einu höggi og kom til Íslands í starfsnám og til að auka við reynslu mína með íslenska hestinn og læra um þjálfun og ræktun hans í heimalandinu. Dvölin á Mið-Fossum Hestu verkefni mín í  hestamiðstöðinni á Mið-Fossum var að fóðra, en þar eru um 70 hross á húsi þegar mest er yfir vetrartímann. Ég fygdist einnig með verklegu kennslunnni sem fram fór þar og sá síðan um þjálfun og hirðingu nokkurra hrossa.

Á Mið-Fossum fékk ég tækifæri til að læra mikið um ræktun, ég heimsótti líka mismunandi hestabú, hitti ræktendur og atvinnuknapa. Einnig lærði ég heilmikið um hvernig íslenskir þjálfarar vinna með íslenska hestinn, bæði yngri og eldri hross. Síðan hef ég hitt svo mikið að góðu fólki á Mið-Fossum sem tóku mjög vel á móti mér.

Hvað tekuru helst með þér frá reynslunni á Íslandi?

„Náttúran! Það er ekki spurning að náttúran á Íslandi er mikið fallegri en sú danska! Ég hef algjörlega notið þess að upplifa þessa fallegu náttúru hér á Íslandi og svo hef ég einnig lært heilmikið um menninguna og lífið á Íslandi í heild.“

Hver eru næstu skrefin?

„Ég er nú farin aftur til Danmerkur þar sem ég klára námið mitt í sumar. Ég ætla að byrja á því að njóta sumarsins í Danmörku en svo held ég að ég sé tilbúin að koma aftur til Íslands og upplifa meira af þessu æðilslega landi.

Ég vil bara að lokum þakka Guðbjarti kærlega og öllum þeim sem gerðu dvöl mína enn frábærari!“

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image