Styrkhafar LBHÍ úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar

Styrkhafar LBHÍ úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. F.v. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor, Mathilde Defourneaux, Pavla Dagsson-Waldhauserová, Rúna Þrastardóttir og Hlynur Óskarsson.

Úthlutað úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar

Úthlutað var úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar 8. febrúar s.l. og hlaut Landbúnaðarháskóli Íslands styrki til fimm verkefna.

Verkefnin eru

  • Íslenskt ryk ýtir undir snjó- og ísbráðnun eða á ensku Icelandic dust as a driver for snow and ice melt. Verkefnisstjóri er Pavla Dagsson-Waldhauserová lektor
  • Skordýrarækt á Íslandi þar sem verkefnisstjóri er Rúna Þrastardóttir doktorsnemi
  • Seasonal changes in faecal nutrient contribution of herbivores to the Icelandic tundra og er verkefnisstjóri Mathilde Defourneaux doktorsnemi
  • Endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð: Beinar háhraðamælingar með iðufylgnitækni (EDDY), verkefnisstjóri er Hlynur Óskarsson prófessor
  • Áhrif hlýnunar á graslendi og kolefnisbindigetu þeirra, verkefnisstjóri er Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor og er það unnið í samstarfi með AUB háskólanum í Barcelona, Vínarháskóla og Háskólanum í Antwerpen

Styrkir úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar eru afar mikilvægur stuðningur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands og hafa margir doktorsnemendur skólans notið styrks úr sjóðnum. Við óskum öllum innilega til hamingju með styrkina.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image