Útskrifaðir Reiðmenn taka þátt í Áhugamannadeildinni

Lið Sigríðar er eitt þriggja liða sem bætast við Áhugamannadeildina í Spretti í vetur. Áhugamanndeildin er nú haldin í þriðja sinn og hefur verið vinsæl meðal hestamanna. Í ár voru sjö lið sem sóttust eftir að fá að keppa í deildinni og er Lið Sigríðar spennt fyrir því að fá að taka þátt. Liðið skipa fyrrverandi nemendur í námskeiðaröðinni Reiðmanninum sem kennt er við Endurmenntunardeild LbhÍ. Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hestamönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. 

Við kynntumst í Reiðmanninum sem við tókum á árunum 2014-2016 hjá Landbúnaðarháskólanum. Námið í reiðmanninum þjappaði hópnum saman þannig að úr var góð liðsheild. Liðið samanstendur af fólk sem hefur brennandi áhuga á hestamennsku.  Þó svo að hópurinn sé með ólíka menntun og bakgrunn þá límir hestamennskan okkur saman. „ segir Sigríður Kristjánsdóttir sem fer fyrir hópnum.

Sigríður segir að hugmyndin um að taka þátt í Áhugamanndeildinni Gluggar og Gler, sem er aðalstyrktaraðila deildarinnar, hafi oft komið upp innan bekkjarins.

Í haust hittumst við síðan og ræddum þetta af alvöru.  Úr var að nokkur nöfn voru sett í hjálm og síðan dregið hverjir myndu skipa liðið sem keppti.  Allur bekkurinn styður við bakið á okkur með ráðum og dáðum. Við stefnum á að keppa á okkar eigin hrossum.“ Segir Sigríður.

Markmið liðsins er fyrst og fremst að hafa gaman af þessu og læra jafnframt af þessu líka. Í liðinu er fólk sem hefur mismikla reynslu af keppni, sumir hafi aldrei keppt á meðan aðrir hafi aðeins fiktað við það. Nú fer undirbúnings- og æfingartími í hönd.  Eins þarf liðið að finna sér styrktaraðila og hvetur Sigríður áhugasama að hafa samband við hana í síma 843-5366 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Við stefnum á að taka inn í byrjun nóvember og fara yfir hestakostinn okkar.  Þá skýrist betur hvaða hestur getur keppt í hvaða keppnisgrein.  Við munum byrja á að koma hrossunum í form og byggja þau upp með almennum æfingum.  Þegar að nær dregur munum við fara á fullt í að æfa þau markvist fyrir keppnina undir leiðsögn þjálfar. Ætli við verðum ekki bara uppi í hesthúsi í vetur.“ Segir Sigríður og brosir.

En það þýðir víst ekki bara að þjálfa hrossin, liðið er líka búið að skrá sig í ræktina. Við ætlum að gera okkar besta! Og svo væri frábært ef við kæmust áfram í deildinni.“ Segir Sigríður að lokum.

Háskóli Íslands
Lið Sigríðar: Esther Ósk Ármannsdóttir,
Ingibjörg Guðmundssdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir,
Guðni Kjartansson og Margrét Ása Guðjónsdóttir.

Gunnar Reynisson hefur starfað við Reiðmanninn síðustu sex ár. Í vetur ætlar hann að aðstoða Lið Sigríðar að undirbúa sig fyrir keppnina.

„ Það er gaman að sjá að hópurinn verði að keppa í áhugamannadeildinni í vetur og þannig haldi áfram að bæta sig. Með því að klára Reiðmannsnámið náðu þau ákveðnum markmiðum og núna setja þau sér ný markmið með þessari keppni. Þau geta þá stundað áframhaldandi hestamennsku með skipulögðum hætti. Ég aðstoða þau glaður við undirbúninginn og vonandi halda þau áfram að læra af hvoru öðru og vonandi af mér líka.“ Segir Gunnar.

Reiðmannsnámið er vinsælasta námskeiðið sem í boði er í Endurmenntun LbhÍ. Í vetur er grunnnámið kennt á fimm stöðum á landinu og eftir áramót er stefnt að því að bjóða uppá framhaldsnámskeið fyrir tvo hópa. Í grunnnámi Reiðmannsins er megináhersla á reiðmennsku og almennt bóklegt nám, s.s. sögu hestsins, fóðrun og kynbætur. Í framhaldsnáminu eru kennslustundirnar sniðnar að óskum og þörfum nemendanna og námskeiðin sérsniðin að þeirra þörfum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image