Rit LbhÍ nr. 154 Vallarfoxgrasyrki og sláttutími

Rit LbhÍ nr. 154 Vallarfoxgrasyrki og sláttutími eftir Guðni Þorvaldsson og Jónínu Svavarsdóttur

Vallarfoxgras og sláttutími

Nýlega kom út ritið Vallarfoxgras og sláttutími (LbhÍ rit nr 154) eftir Guðna Þorvaldsson og Jónínu Svavarsdóttur. Þar er sagt frá niðurstöðum úr tilraun þar sem 19 yrki af vallarfoxgrasi voru borin saman og auk þess voru tveir tilraunaliðir með blöndu af vallarfoxgrasyrkjum. Auk yrkjasamanburðar voru tveir mismunandi sláttutímar í fyrri slætti. Fyrri sláttutíminn var við byrjun skriðs og sá seinni 10 dögum síðar. Endurvöxtur var sleginn á sama tíma í öllum reitum, um miðjan ágúst. Uppskera, þroskastig og þurrefnisinnihald var mælt við hvern slátt og þekja metin vor og haust. Mælingar á efnainnihaldi yrkjanna voru gerðar með NIR tækni á grassýnum úr fyrri slætti. Margt áhugavert kom út úr þessari tilraun. Ritið er hægt að nálgast hér.

Ritröð LbhÍ í heild sinni má nálgast hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image