Staðarfundur UNIgreen háskólanetsins haldinn á Íslandi

Yfir 100 manns frá háskólunum átta í samstarfsnetinu komnu saman og funduðu á Íslandi

Vel heppnaður staðarfundur UNIgreen háskólanetsins

Um miðjan október var haldinn annar staðarfundur UNIgreen háskólanetsins og í þetta sinn á Íslandi. Landbúnaðarháskóli Íslands er einn átta háskóla í netinu sem ætlað er að efla samvinnu um menntun, rannsóknir og nýsköpun sem og bættra ferla og miðlun þekkingar á sviði landbúnaðar, lífvísinda og líftækni. 

 

 

Fjölmennur fundur á Íslandi

Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Íslandi og tókum við á móti yfir 100 manns sem funduðu og upplifðu Ísland yfir þrjá daga. Fyrsti fundardagur var haldinn í Hörpu í Reykjavík áður en haldið var í Borgarfjörð og fundað á Hvanneyri í aðalbyggingu skólans næstu tvo daga ásamt því að kynna samstarfsaðilum starfsemi okkar og aðstöðu á skólasvæðinu. Samstarfsskólarnir eru Lífvísindaháslólinn í París, Landbúnaðarháskólinn í Plovdiv, Háskólinn í Almeria, Háskólinn í Modena og Reggio Emilia, Tækniháskólinn í Coimbra, Lífvísindaháskólinn í Varsjá og Háskólinn í Liege.

 

 

Efling samstarfs

Helstu atriði sem farið var í á vinnufundunum voru m.a. efling samstarfs í rannsóknarverkefnum milli samstarfsaðila gegnum sameiginlegar rannsóknarstofur netsins (e. Joint Research Centers), kynning á alþjóðavæðingaráætlun UNIgreen netsins auk þess að fjalla um þróun nýrra sameiginlegra námsleiða. Fyrsti vísirinn að því er sameiginlegt doktorsnám í landbúnaðarvísindum, lífvísindum og líftækni sem hefst formlega núna í nóvember 2024. 

Þá má nefna eitt þýðingarmikið framtíðarverkefni sem er þróun nýsköpunarklasa i kringum hvern samstarfsskóla til að styrkja frumkvöðla og tengjast betur út í nærsamfélagið. 

 

 

Viðburðurinn heppnaðist afar vel og áttu allir góða daga hér á Íslandi og er þetta einn fjölmennasti viðburður sem LBHÍ hefur staðið að og megum við vera stolt af því hversu vel tókst til. Við þökkum öllu starfsfólki og nemendum vel fyrir góðar móttökur og sveiganleika. Við horfum spennt fram á veginn og hlökkum til aframhaldandi vinnu og þróun UNIgreen háskólanetsins. 

 

UNIgreen er eitt af evrópsku háskólanetunum (e. European Universities) sem styrkt er af Erasmus+ áætluninni.

Hér má finna myndaalbúm frá fundinum

 

Nánar

Vefur UNIgreen

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image