Vinsælt námskeið í húsgagnagerð á Snæfoksstöðum

Tuttugasta námskeiðið á vegum Skógrækt ríkisins og Endurmenntunardeild Lbhí í húsgagnagerð úr skógarefni ,fór nýlega fram í húsakynnum Skógræktarfélags Árnesinga á Snæfoksstöðum.  Þátttakendur voru 13 víðsvegar að af landinu, flestir búsettir á Suðurlandi, aðrir í Reykjavík og enn aðrir áttu sumarhús á Suðurlandi. Smiðir voru áberandi margir á námskeiðinu.

Á námskeiðunum byrja þátttakendur á því að læra "öruggu hnífsbrögðin" sem Guðmundur Magnússon á Flúðum sótti til Dalarna í Svíþjóð. Þá gera nemendur litlar frummyndir af húsgögnum eða dýrum til að undirbúa sig við að setja saman þurrt grannt fótaefni og fjalir í bekk eða þversneið í kollsetu. Þá búa þátttakendur til sinn eigin tréhamar til að notast við til að setja saman hluti, kljúfa í eldivið eða við tálgun. Í hamrinum eru tvær viðartegundir, reyniviður í hausnum og grenigrein í skaftinu. Þar nýtast eiginleikar tegundanna best, reynirinn vegna eðlisþyngdar sinnar og höggþolni og styrkur sitkagrenisins í skaftinu sem jafnframt er létt.

Flestir þátttakenda töluðu um að námskeiðið hafi verið fróðlegt, skemmtilegt og afslappandi en það mætti vera lengra eða óskuðu eftir framhaldsnámskeiði.

Alls hafa því um 250 manns sótt þessi námskeið sem hafa verið haldin líka í Vaglaskógi og á Hallormsstað. Auk þess hafa þátttakendur í fræðsluverkefninu Grænni skógum kynnst þessari gerð á húsgagnasmíði.

Leiðbeinendur voru þeir Ólafur G.E. Sæmundsen, Ólafur Oddsson og Björgvin Eggertsson.

Hér eru nokkrar myndir sem Ólafur Oddsson tók á námskeiðinu.
Háskóli Íslands
Húsgagnanámskeiðin eru sígild og njóta alltaf vinsælda

Háskóli Íslands
Á námskeiðinu er viðurinn unninn frá upphafi til enda,
s
óttur í skóginn, unninn og smíða úr honum

Háskóli Íslands
Að búa til bæði verkfærið og smíðisgripinn er skemmtileg tilfinning. Skaft hamarsins er úr
sitkagreini sem er bæði sterkt og létt en hausinn úr reynivið sem er harðviður.

Texti og myndir fengnar af vef SR, skogur.is

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image