130 nýnemar hófu nám í dag

Skólahald er hafið hjá okkur og komu nýnemar saman í Ársal í morgun á Hvanneyri og fengu kynningu á komandi skólaári og farið var yfir praktísk atriði. 130 nemendur hefja nám á þessari önn. Þar af 75 í grunnnámi og 20 í meistara- og doktorsnámi. Nemendur á starfsmenntabraut eru um 35 talsins og stunda nám í búfræði hér á Hvanneyri og garðyrkjufræðum á Reykjum. 

Nemendur hittu svo brautarstjóra sína og námsráðgjafi fer yfir þjónustu í boði fyrir nemendur. Myndataka fyrir nemendaskrá er í Akri fundarherbergi á 1. hæð kl 12.15-12.45. Efitr hádegið er fyrirlestur um kynbundið ofbeldi og áreiti. Kennsla í búfræði og hjá BS nemendum hefst svo samkvæmt stundaskrá kl 14. Ms nemendur hittast í Borg. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl 14-15 og svo fara kennarar með nemendur í gönguferð um staðinn og skoða húsakynni og aðstæður hér.

Þriðjudaginn 20.ágúst frá kl 9-10.25 eru brautarstjórar með kynningar í Ársal fyrir alla nýnema í búfræði og Bs námi á eftir því eru svo brautarfundir fyrir hverja braut. Frá kl 11.20-12 er fyrirlestur fyrir alla nýnema um jafnréttismál. 

Eftir hádegishlé kl 12.45-13 er svo nemendafélag skólans með kynningu á starfsemi sinni í Ársal. 

Nemendur í meistaranámi í skipulagsfræði hefja sitt nám skv. stundaskrá á föstudaginn 23.ágúst á Keldnaholti og nemendur í garðyrkjudeildum hefja sitt nám á mánudag 26. ágúst á Reykjum skv. stundaskrá en þessa vikuna eru þeir í námsferð erlendis.

Við viljum bjóða alla nemendur velkomna til starfa og nýnema sérstaklega velkomna. 

Nánari upplýsingar fyrir nýnema má finna hér. Skólinn er einnig með facebook síðu og á instagram

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is