Sveinspróf í skrúðgarðyrkju verður haldið vikuna 21.-25. september næstkomandi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi.
Umsóknafrestur er til 10. September næstkomandi. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma. Í umsókn þarf að koma fram fullt nafn, kennitala og heimilisfang og skulu þær sendar til Ágústu Erlingsdóttur á agusta@lbhi.is sem einnig veitir nánari upplýsingar um prófið. Greiða þarf prófgjald kr.50.000 áður en próf hefst.
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur heimild til að fresta prófi sé ekki næg þátttaka.