Auglýsing um sveinspróf í skrúðgarðyrkju

Sveinspróf í skrúðgarðyrkju verður haldið vikuna 21.-25. september næstkomandi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi.

Umsóknafrestur er til 10. September næstkomandi. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma. Í umsókn þarf að koma fram fullt nafn, kennitala og heimilisfang og skulu þær sendar til Ágústu Erlingsdóttur á agusta@lbhi.is sem einnig veitir nánari upplýsingar um prófið. Greiða þarf prófgjald kr.50.000 áður en próf hefst.

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur heimild til að fresta prófi sé ekki næg þátttaka.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is