Þriggja ára nám á starfsmenntasviði, staðarnám og fjarnám.
Kennt á Reykjum í Ölfusi.
Námið veitir nemendum grunnfærni í störfum sem lúta að blómaskreytingum sem notaðar eru við margvísleg tækifæri. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna starfsnám undir handleiðslu verknámskennara. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms.
Áherslur í námi:
Á námstímanum fá nemendur kennslu og þjálfun í öllum helstu aðferðum við meðhöndlun og notkun blóma í blómaskreytingum. Ítarlega er farið yfir form- og litafræði og nemendur vinna með öll algengustu stílbrigði blómaskreytinga. Nemendur fá innsýn í rekstur blómaverslana og læra að setja fram vörur í verslunum. Auk þess er farið yfir meðferð afskorinna blóma og greina sem og algengustu pottaplöntur og meðferð þeirra.
Að loknu námi:
Að loknu námi fá nemendur starfsheitið blómaskreytar eða garðyrkjufræðingar af blómaskreytingabraut. Starfsvettvangur blómaskreyta eru blómaverslanir og blómaheildsölur eða eigin rekstur, sala og ráðgjöf til viðskiptavina og aðstoð við vöruuppsetningu í verslunum.
Að loknu námi geta nemendur starfað sjálfstætt sem blómaskreytar eða tekið að sér verslunarstjórn og/eða rekstur blómaverslunar. Starfið er ákaflega fjölbreytt og blómaskreytar eru þátttakendur í stærstu viðburðum viðskiptavina sinna svo sem stórafmælum og brúðkaupum. Námið býður upp á möguleika á framhaldsnámi erlendis auk þátttöku í alþjóðlegum keppnum á sviði blómaskreytinga.
Námsbrautarstjóri er Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Blómaskreytingarbraut á instagram @blomaskreytingabraut_lbhi
Inntökuskilyrði í nám í blómaskreytingum við Landbúnaðarháskóla Íslands
Hefur þú áhuga á að læra blómaskreytingar í fjarnámi?