Brautskráning 2019

Brautskráning kandídata og búfræðinga fór fram í dag í blíðskapar veðri í Hjálmakletti í Borgarnesi. Brautskráðir voru 51 kandídat að þessu sinni. Snorri Baldursson deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar setti samkomuna og bauð í pontu Ragnheiði I. Þórarinsdóttur Rektor. Rektor fór yfir árið og það sem er framundan hjá skólanum og nýja stefnu skólans til framtíðar. Hún óskaði kandidötum og búfræðingum heilla með áfangann og gaf þeim góð ráð útí framtíðina. Milli brautskráninga voru tónlistaratriði frá Ragnheiði Huldu Jónsdóttur og Steinþórs Loga Arnarsonar og kór Neskirkju tók lagið undir lok athafnar. 

Ólöf Ósk Guðmundsdóttir námsbrautarstjóri tók við og brautskráði 25 nemendur úr búfræði. Verðlaun fyrir góðan árangur í námi voru veitt eftirfarandi nemendum.

Fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt, einkunn: 9,6. Elíza Lífdís Óskarsdóttir. Gefandi: Landssamtök Sauðfjárbænda
Góður árangur í nautgriparækt, einkunn: 9,3. Elíza Lífdís Óskarsdóttir. Gefandi: Landssamband kúabænda
Góður árangur í bútæknigreinum, einkunn: 9,1. Ármann Pétursson. Gefandi: Lífland
Góður árangur í námsdvöl, Gabríela María Reginsdóttir. Gefandi: Minningarsjóður Hjartar Snorrasonar og Ragnheiðar Torfadóttur.
Góður árangur í hagfræðigreinum, (allar greinar) einkunn: 9,81. Elíza Lífdís Óskarsdóttir. Gefandi: Búnaðarsamtök Vesturlands
Landbúnaðarháskóli Íslands gefur verðlaun fyrir bestan árangur fyrir lokaverkefni, og hlutu tveir nemendur þau með einkunina 9,6 þær Eydís Anna Kristófersdóttir og Gabríela María Reginsdóttir. Bændasamtök Íslands gefa verðlaun fyrir bestan árangur á búfræðiprófi og hlaut, með einkunina 9,33 Elíza Lífdís Óskarsdóttir.

Birna Kristín Baldursdóttir brautarstjóri Búvísindabrautar brautskráði 13 nemendur og hlaut Ingunn Sandra Arnþórsdóttir verðlaun fyrir góðan árangur á B.S. prófi og eru Bændasamtök Íslands gefendur af þeim.

Ragnhildur Helga Jónsdóttir brautarstjóri Náttúru- og umhverfisfræðibrautar og Bjarni DIðrik Sigurðson brautarstjóri Skógfræðibrautar brautskráði 4 nemendur alls. Verðlaun fyrir góðan árangur á B.S. prófi í Náttúru- og umhverfisfræði hlaut Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir sem gefin eru af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Fyrir góðan árangur á B.S. prófi í Skógfræði hlaut Þórhildur Ísberg verðlaun frá Skógræktinni.

Af Umhverfisskipulagsbraut brautskráði Helena Guttormsdóttir brautarstjóri 6 nemendur. Þóra Margrét Júlíusdóttir hlaut verðlaun frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands fyrir góðan árangur í Skipulagsfögum með einkunina 9,23. Hún hlaut einnig verðlaun frá Félagi Íslenskra Landslagsarkitekta fyrir góðan árangur á B.S. prófi á Umhverfisskipulagsbraut.

Landbúnaðarháskólin veitir svo verðlaun fyrir góðan árangur heilt yfir B.S. próf.
Fyrir frábæran árangur fyrir lokaverkefni á B.S. prófi með einkunina 9,5 hlaut Þorbjörg Helga Sigurðardóttir og fyrir góðan árangur á B.S. prófi með einkunina 8,96 hlaut Þóra Margrét Júlíusdóttir.

Bjarni Diðrik Sigurðsson og Sigríður Kristjánsdóttir brautskráðu 5 nemendur og fékk Helga Stefánsdóttir viðurkenningu fyrir M.S. próf í skipulagsfræðum. Gefandi er Skipulagsfræðingafélag Íslands. Fyrir góðan árangur í rannsóknamiðuðu M.S. prófi við Landbúnaðarháskóla Íslands hlaut Naomi D. Bos með einkunina 9.32. Gefandi er Félag íslenskra búfræðikandidata.

Geirlaug Þorvaldsdóttir fulltrúi stofnenda Framfarasjóðs Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar afhendi styrk til Karenar Bjargar Gestsdóttur en hún stefnir á MS nám í búvísindum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor veitti styrk úr Blikastaðasjóði til Katrínar Björnsdóttur  til að hefja doktorsnám við Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Við óskum öllum kandidötum og styrkhöfum innilega til hamingju með áfangann og þökkum kærlega fyrir daginn.

 

Brautskráning 2019

Búfræði

Ármann Pétursson
Birta Guðmundsdóttir
Bjarki Már Haraldsson
Elía Bergrós Sigurðardóttir
Elín Sara Færseth Elíza
Lífdís Óskarsdóttir
Eydís Anna Kristófersdóttir
Gabríela María Reginsdóttir
Grímur Kristinsson
Guðjón Örn Sigurðsson
Gunnhildur Gísladóttir
Helga Leifsdóttir
Hermann Sæmundsson
Ingvi Guðmundsson
Jóna Þórey Árnadóttir
Kristín Lilja Sverrisdóttir
Marta Stefánsdóttir
Melissa Boehme
Patrekur Arnar Guðjónsson
Ragnheiður Hulda Jónsdóttir
Steinþór Logi Arnarsson
Thelma Björk Jónsdóttir
Unnur Jóhannsdóttir
Þorsteinn Már Ólafsson
Þuríður Inga G. Gísladóttir

Garðyrkjuframleiðsla

Sveinbjörg Bjarnadóttir

Skrúðgarðyrkja

Elías Kári Guðmundsson
Karen Hauksdóttir

Búvísindi BS

Alexandra Garðarsdóttir
Anja Mager
Anna Guðrún Þórðardóttir
Dagrún Kristinsdóttir
Heiða Ösp Sturludóttir
Ingunn Sandra Arnþórsdóttir
Ísak Jökulsson
Jóna Kristín Vagnsdóttir
Maria Danielsdóttir Vest
Ragnhildur S. Eyþórsdóttir
Rakel María Sigurþórsdóttir
Sólveig Arna Einarsdóttir
Þorbjörg Helga Sigurðardóttir

Náttúru- og umhverfisfræði BS

Anna Lísa Hilmarsdóttir
Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir
Ólafur Arason

Skógfræði BS

Þórhildur Ísberg

Umhverfisskipulag BS

Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir
Hrafnhildur Soffía Hrafnsdóttir
Katarina Gagic
Lára Ingimundardóttir
Valdís Vilmarsdóttir
Þóra Margrét Júlíusdóttir

Meistaranám - rannsóknamiðað

Naomi D. Bos – Búvísindi
Skarphéðinn G. Þórisson – Náttúru- og umhverfisfræði

Meistaranám - Skipulagsfræði

Elín Rita Sveinbjörnsdóttir
Helga Stefánsdóttir
Hermann Georg Gunnlaugsson

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is