Danskir gestanemendur á Reykjum og Hvanneyri

Hjá okkur hafa verið gestanemendur frá Árósum í heimsókn og fræðast um landbúnað á Íslandi og landnýtingu. Þau heimsækja bæði starfsstöðina á Reykjum og Hvanneyri og kynnast náminu í garðyrkju, búfjárhaldi og landnýtingu meðal annars. Nemendur sitja tíma hjá kennurum LbhÍ og skoða aðstöðuna í kennslufjósi, fjárhúsi, hestamiðstöð,gróðurhúsum og útiræktun. Átta nemendur og tveir kennarar eru hér í tólf daga og er ferðin styrkt af Erasmus +. Þau koma frá Jordbruges Uddannelses Center og stunda starfsmenntanám þar ytra í landbúnaði. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að taka á móti þeim og gaman að sýna þeim okkar aðstöðu ásamt því að heyra þeirra reynslusögur.

Á myndinni má sjá hópinn saman ásamt Christian Schultze, alþjóðafulltrúa LbhÍ.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is