Endurmenntun LbhÍ

Endurmenntun LbhÍ býður jafnt stutt og löng námskeið víða um land og áhersla er lögð á að þau henti fólki í fullri vinnu. Þá er boðið upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og hópa eftir nánara samkomulagi.

Kostnaður
Námskeiðsgjöldin eru mynduð af þeim kostnaði sem til fellur vegna námskeiðsins en þátttakendur verða sjálfir að greiða fyrir kvöldverð og gistingu þegar það á við. Haft verður samband við þátttakendur nokkrum dögum áður en námskeið hefst og þeir beðnir um að staðfesta þátttöku. Eftir að námskeið hefst er greiðsluseðill sendur til greiðanda. Vinsamlegast athugið að ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með formlegum hætti til endurmenntunardeildar LbhÍ áður en námskeið hefst, eða hættir eftir að námskeið er hafið, þá mun LbhÍ innheimta 50% af námskeiðsgjaldi. Ef biðlisti er á námskeiðinu verður námskeiðsgjaldið innheimt að fullu. Minnt er á að hægt er að leita stuðnings frá ýmsum stéttarfélögum og öðrum sjóðum.

Skráning
Skráning á námskeið og greiðsla námskeiðsgjalds fer fram í gegnum heimasíðu Endumenntunar. Veljið viðkomandi námskeið og smellið á „Skráning“. Einnig er hægt að senda tölvupóst á endurmenntun@lbhi.is eða hringja í síma 433-5000.

Skráning á póstlista
Skráðu þig á póstlista Endurmenntunardeildar LbhÍ og fáðu upplýsingar um námskeiðin.
Fylgstu einnig með á Facebook!

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is