Fóðurjurtir í íslensku ræktunarlandi

 

Tilurð þessarar vefsíðu er verkefni sem nemendur í starfsmiðuðu meistaranámi við auðlindadeild LbhÍ unnu í námskeiði um fóðurræktun haustið 2007. Verkefnið fólst í því að gera eitt A4 blað fyrir hverja fóðurjurt sem mögulega finnst í íslensku ræktunarlandi. Á hverju blaði er stutt útlitslýsing ásamt kafla um nýtingu og uppskeruvæntingar og þar sem við á, kafli um ræktunaraðferðir. Síðurnar eru ríkulega myndskreyttar. Samtals er þetta 31 blað með 32 tegundum. Þetta eru bæði villtar og ræktaðar innfluttar tegundir. Listinn er ekki tæmandi enda eingöngu teknar fyrir tegundir af grasaætt, ertublómaætt og krossblómaætt. Vissulega stærstu og mikilvægustu ættkvíslir fóðurjurta en fyrir utan þær eru villtar tegundir í ræktunarlandi sem eiga heima í flokki með góðum fóðurjurtum en hafa þó ekki ræktunargildi. Tegundir eins og haugarfi, vallhumall, túnfífill, ætihvönn og ýmsar starir.

Á síðunum eru myndir úr myndasafni starfsmanna LbhÍ og myndir teknar af netinu. Reynt var að finna góðar teiknaðar útlitsmyndir af tegundunum og í flestum tilvikum tókst það. Annars var notast við ljósmyndir. Helsta uppspretta mynda af netinu voru síðurnar “Carl Axel Magnus Lindman: Bilder ur Nordens Flora (1901-1905)” og “USDA Plants Database” sem eru ómetanlegir gagnagrunnar fyrir svona verkefni ásamt frjálsri Wikipedia. Þessar heimildir sem og aðrar sem stuðst var við eru listaðar í sérstökum heimildarlista sem fylgir þessari síðu.

Höfundar eru Anna Lóa Sveinsdóttir, Guðfinna Harpa Árnadóttir, Helga María Hafþórsdóttir og Þóroddur Sveinsson.

Umsjón og ritstjórn; Þóroddur Sveinsson.

Sjá heimasíðu Fóðurjurtakversins

Fjölært sáðgresi
Axhnoðapuntur                  
Beringspuntur
Háliðagras
Hálíngresi
Hávingull
Hvítsmári (ertublómaætt)
Rauðsmári (ertublómaætt)
Túnvingull
Vallarfoxgras
Vallarrýgresi
Vallarsveifgras

Villt fóðurgrös
Húsapuntur
Hálíngresi
Hvítsmári (ertublómaætt)
Knjáliðagras
Skriðlíngresi
Snarrót
Túnvingull
Vallarsveifgras
Varpasveifgras
Umfeðmingur (ertublómaætt)

Korn og grænfóður af grasaætt
Bygg
Hafrar
Hveiti
Rúghveiti
Rúgur
Rýgresi
 
Grænfóður af ertublómaætt
Ertur
Fóðurflækja
Lúpína

Grænfóður af krossblómaætt
Fóðurhreðka
Fóðurmergkál
Fóðurnæpa
Nepja
Repja

Skrá yfir heimildir sem voru notaðar við gerð verkefnisins.

Greiningar á jarðvegi - Þorsteinn Guðmundsson.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is