Fróðlegt og skemmtilegt að sækja heim Kaffi Kú í Eyjafirði

Á kúabúinu Garði í Eyjafirði er rekinn veitingastaðurinn Kaffi Kú sem fræðir gesti um framleiðsluna þar og hjá nágrannabændum. Býlið hlaut Landbúnaðarverðlaunin 2020 fyrir að vera til fyrirmyndar og vekja athygli.

Á Garði er frábærlega vel búið og afar tæknivætt lausagöngufjós með um 300 kúm og kálfum og árlegri mjólkurframleiðslu upp á nærri milljón lítra. Garður var byggt sem nýbýli af Hallgrími Aðalsteinssyni og Magneu Garðarsdóttur árið 1955 og árið 1980 tóku synir þeirra Aðalsteinn og Garðar Hallgrímssynir og fjölskyldur þeirra við búinu.

Á fjósaloftinu reka hjónin Sesselja Barðdal og Einar Örn Aðalsteinsson kaffihúsið Kaffi Kú sem gaman er að heimsækja. Þar geta gestir bragðað á afurðum búsins og frá nágrannabændum um leið og þeir fræðast um framleiðsluna og störf bóndans. Um 30.000 gestir heimsóttu Kaffi Kú á síðasta ári og á þessu sumri hefur íslenskum ferðamönnum þangað fjölgað.

Þegar Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor leit við á Kaffi Kú og kynnti sér starfsemina streymdi að gesti og starfsmenn vel undirbúnir að takast á við hertar sóttvarnarreglur.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is