Garðyrkjuframleiðsla - dagbækur

Vinnudagbækur

Dagbókin samanstendur af tveimur skjölum dagbókarformi og formi fyrir verklýsingar.
Eftir að búið er að sækja skjölin og vista á heimatölvunni er best að vista þau sem formskjöl (*.dot) og þá er hægt að opna þau í Word með File/New. Þegar búið er að færa inn í þau, eru þau vistuð sem venjuleg Word-skjöl (documents sem eru með sjálfgefnu endinguna “.doc”, en formskjalið er óbreytt, svo að hægt er að nota það aftur til að byrja á nýjum samskonar skjölum. Dagbókinni ásamt verklýsingum má skil arafrænt, en nokkur skjöl þarf að prenta út og skila, sjá hér fyrir neðan.

Dagbókarform
Blaðsíður sem þarf að prenta út fyrir skil:
Forsíðu dagbókar á bls. 1.
Ýmsar upplýsingar á bls. 2.
Lýsing á verknámsstað á bls 3. Lýsing á verknámsstað getur verið ein til fleiri blaðsíður, má innihalda teikningar og myndir til skýringar.
Dagbókaryfirlit er aftast í skjalinu. 

Dagbók er sett upp á eftirfarandi hátt:
Dagbók – tvær blaðsíður
Vikuyfirlit – ein til tvær blaðsíður
Plöntulisti – ein blaðsíða
Athugið að þessar fjórar blaðsíður eru fyrir eina viku. Verknám er 60 viku og því þarf að afrita þessar fjórar til fimm blaðsíður fyrir hverja og eina viku, og raða í rétta tímaröð í lokaskjali áður en því er skilað rafrænt inn til brautarstjóra.
Dagbókaryfirlit fyllir nemandi út í lok verknámstíma, þar eru verk og vinnustundir tímabilsins tekin saman og undirrituð af verknámskennara, þessa blaðsíðu skal prenta út og skila með til brautarstjóra.
 

Verklýsingar
Fyrsta blaðsíðan er forsíða, þar kemur fram nafn nemanda og tímabil verknáms. Önnur blaðsíðan er efnisyfirlit yfir verklýsingar sem á eftir koma, efnisyfirlit er ekki bundið við eina blaðsíðu, veltur á fjölda verklýsinga. Á eftir koma ítarlegar verklýsingar (verklýsingum má skila rafrænt). Athugið að neðst á blaðsíðu með efnisyfirliti er óskað eftir undirskrift verknámskennara. Forsíða og undirritað efnisyfirlit er prentað út fyrir skil).

Verknámstíminn
Í heildina er dagbókarskyldur verknámstími garðyrkjubrauta 60 vikur. Nemandi kemur sér í verknám sem fyrst á námstímanum og skrifar dagbók fyrir hvert tímabil. Athugið að dagbækur geta orðið fleiri en ein. Nemandi sem fer í verknám í maí og sest á skólabekk í lok ágúst, sendir dagbók sína til verknámskennara til yfirlestrar að tímabilinu loknu og verknámskennari samþykkir dagbók og verklýsingar með undirskrift sinni á dagbókaryfirlitið annars vegar og efnisyfirlit verklýsinga hins vegar. Áður en nemandi skilar dagbók til brautarstjóra prentar hann út þær blaðsíður sem á að skila útprentuðum, dagbókinni sjálfri og verklýsingum má nemandi skila rafrænt til brautarstjóra.

Garðplöntubraut
Dagbók fyrir nemendur á garðplöntubraut:
Dagbókarform - Garðplöntubraut
Verklýsingar - Garðplöntubraut
 

Lífræn ræktun matjurta
Dagbók fyrir nemendur á braut lífrænnar ræktunar:
1. Dagbókarform - Lífræn ræktun, útimatjurtir
    Verklýsingar - Lífræn ræktun, útimatjurtir
2. Dagbókarform - Lífræn ræktun, ylræktun matjurta
    Verklýsingar - Lífræn ræktun, ylrækt matjurta

Ylræktarbraut
Dagbók fyrir nemendur á ylræktarbraut:
Nemandi velur dagbókarform miðað við verknám; útiræktun matjurta, ylræktun afskorinna blóma, ylræktun matjurta eða ylræktun pottaplantna.
1. Ylræktarbraut - Dagbókarform útiræktun matjurta
    Verklýsingar - Ylræktarbraut, útiræktun matjurta
2. Ylræktarbraut - Dagbókarform ylræktun matjurta
    Verklýsingar - Ylræktarbraut, ylræktun matjurta
3. Ylræktarbraut - Dagbókarform ylræktun afskorinna blóma
    Verklýsingar - Ylræktarbraut , ylræktun blóma til afskurðar
4. Ylræktarbraut - Dagbókarform ylræktun pottaplantna
    Verklýsingar - Ylræktarbraut, ylræktun pottaplantna

Skrúðgarðgarðyrkjubraut
Sjá dæmi um útfyllta dagbók í skrúðgarðyrkju
Skrúðgarðyrkjubraut - dagbókarform.
Skrúðgarðyrkjubraut - vikuform.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is