Gísli Ágúst nýr rekstrarstjóri fasteigna

Gísli Ágúst Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf rekstrarstjóra fasteigna. Gísli er byggingatæknifræðingur að mennt með sveinspróf og meistararéttindi í húsasmíð. Hann hefur undanfarin ár verið í eigin rekstri en starfaði þar áður m.a. hjá Límtré hf og BM Vallá. Gísli hóf störf nú um áramót og mun starfa á öllum starfsstöðvum skólans.

Við bjóðum Gísla innilega velkominn til starfa.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is