Háskóladagurinn

Hvernig er að vera nemi í LbhÍ og hvað er í boði?

Komdu og kynnstu okkur á Háskóladeginum 

Þú finnur okkur á Háskólatorgi í HÍ - 2. mars frá kl 12-16 

Leggjum rækt við framtíðina

Náttúra Íslands er einstök og það er ævilangt verkefni mannsins að leggja rækt við hana. Viðfangsefni Landbúnaðarháskóla Íslands er náttúran okkar í víðu samhengi - nýting hennar, verndun og viðhald. Nám við LbhÍ er tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru Íslands, umhverfismálum, sjálfbærni, búvísindum og matvælaframleiðslu. 

Framundan eru gríðarlegar áskoranir í umhverfismálum og matvælaframleiðslu. Hnattrænar loftlagsbreytingar ógna landbúnaði um allan heim og munu gera framleiðslu matvæla erfiðari. Þetta kallar á að við hlúum að landbúnaði hér á landi og LbhÍ gegnir lykilhlutverki að þjálfa upp mannauð sem mun fá það hlutverk að glíma við þessar breytingar.  

nánari upplýsingar og dagskrá www.haskoladagurinn.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is