Háskóladagurinn 2020


Komdu og kynntu þér námið hjá okkur á Háskóladeginum! 

Sjö háskólar landsins kynna yfir 500 námsbrautir í HÍ, HR og LHÍ laugardaginn 29. febrúar 2020 frá kl. 12 til 16 

Leggjum rækt við framtíðina

Náttúra Íslands er einstök og það er ævilangt verkefni mannsins að leggja rækt við hana. Viðfangsefni Landbúnaðarháskóla Íslands er náttúran okkar í víðu samhengi - nýting hennar, verndun og viðhald. Nám við LbhÍ er tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru Íslands, umhverfismálum, sjálfbærni, búvísindum og matvælaframleiðslu. 

Framundan eru gríðarlegar áskoranir í umhverfismálum og matvælaframleiðslu. Hnattrænar loftlagsbreytingar ógna landbúnaði um allan heim og munu gera framleiðslu matvæla erfiðari. Þetta kallar á að við hlúum að landbúnaði hér á landi og LbhÍ gegnir lykilhlutverki að þjálfa upp mannauð sem mun fá það hlutverk að glíma við þessar breytingar.  

nánari upplýsingar og dagskrá www.haskoladagurinn.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is