Háskóladagurinn 2020

Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt laugardaginn 29 febrúar í húsakynnum Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík frá kl 12-16

Við hvetjum alla til að nýta tækifærið og kynnast fjölbreyttu námsframboði skólanna og áherslur.

Landbúnaðarháskóli Íslands verður á neðri hæð háskólatorgs HÍ og í Listaháskóla Íslands þar sem kynnt verður sérstaklega nám í umhverfisskipulagi og skipulagsfræði og á annari hæð í HR.

Ásamt brautum á grunn- og framhaldsstigi er einnig er tekið inná garðyrkjubrautir skólans á Reykjum fyrir haustönn 2020 en þar er hægt að nema blómaskreytingar, lífræna ræktun matjurta, garð- og skógarplöntuframleiðslu, ylrækt, skrúðgarðyrkju og skógtækni á skóg og náttúrubraut á iðn- og starfsmenntanámsstigi.

Nemendur og starfsfólk okkar kynna námið og skólann og bjóðum við alla hjartanlega velkomna.

Sjáumst!

Heimasíða Háskóladaga

Háskóladagurinn á Facebook

Dagsetning: 
laugardagur 29. febrúar 2020
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is