Háskóladeginum á Akureyri frestað

Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað.

Vegna ákvörðunar um að hækka hættustig almannavarna upp í neyðarstig vegna kórónuveirunnar, hafi rektorar allra sjö háskóla landsins tekið ákvörðun um að fresta Háskóladeginum á Akureyri um óákveðinn tíma. Allir sjö háskólar landsins standa saman að Háskóladeginum og fór Reykjavíkurhluti hans fram laugardaginn 29. febrúar síðastliðinn.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is