Heimsókn á degi íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu er íslenskan í öndvegi og beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Sú hefð hefur skapast á starfstöðinni á Hvanneyri að grunnskólanemendur frá Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar sækja heim starfstöð LBHÍ á Hvanneyri og flytja atriði sem þau hafa undirbúið. Að þessu sinni höfðu þau samið ljóð og fluttu ásamt þvi að hengja upp myndskreytingar við þau í aðalbyggingunni í Ásgarði. Að lokum sungu þau fyrir okkur kvæðið um fuglana eftir Davíð Stefánsson við lag Atla Heimis Sveinssonar. Virkilega notaleg stund og gaman að fá góða gesti.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is