Hestafræði

Þriggja ára BS - nám, 180 ECTS, staðarnám og fjarnám

Hestafræði er innihaldsríkt, alhliða nám sem byggist á blöndu af bóklegu námi og verklegum áföngum. Nemandi öðlast traustan þekkingargrunn á öllum svið­um hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn.

Áherslur í námi

Skipulag námsbrautarinnar er í stórum dráttum þannig að grunnfög raungreina og sérfög bú­vísinda ásamt rekstrargreinum, með námskeið í reið­mennsku og hestatengdum áföngum. Í náminu er lögð áhersla á að skapa traustan þekkingargrunn á öllum svið­um hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn.

Áherslur á fyrsta ári:  Kennsla er að mestu helguð grunnfögum raungreina ásamt rekstrarfræðum.
Áherslur á öðru ári: Kennsla í sérfögum búvísinda, svo sem kynbótafræði, fóðurfræði, landbúnaðar- byggingar og tækni ásamt kynbótum hrossa.
Áherslur á þriðja ári: Nemendur stunda nám í sérhæfðari hrossaáföngum og aukið nám í reið- mennsku. Nemendur taka námskeið sem fjalla m.a. um umhirðu og heilsufræði hrossa, atferlis- og tamningafræði, þjálfunarfræði og kynbótadóma.

Að loknu námi

Nám á hestafræðalínu undirbýr fólk fyrir störf í atvinnugreininni við rekstur hrossabúa og fyrir sérhæfða þjónustu, ráðgjöf og hverskyns miðlun þekkingar við hrossaræktendur og hestamenn.

Framhaldsnám

Námið hentar einnig mjög vel sem undirbúningur fyrir framhaldsnám til meistaragráðu á sviði hestafræða sem stunda má við LbhÍ. Þá er einnig möguleiki á frekara rannsóknanámi á þessu sviði til doktorsgráðu.

Brautarstjóri er Birna Kristín Baldursdóttir

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is