Hestamennska á Hvanneyri

Landbúnaðarháskóli Íslands rekur vel búna hestamiðstöð að Mið-Fossum við Hvanneyri. Þar er mjög góð aðstaða til að stunda hestamennsku, 80 hesta hús með eins og tveggja hesta stíum, björt og glæsileg reiðhöll 30x60 m með áhorfendastúku, útigerði, vandaður keppnisvöllur og góðar reiðleiðir. Þá er einnig mjög góð aðstaða fyrir reiðmenn og kennara, læstir reiðtygjaskápar, kaffistofa og fyrirlestrasalur.
Þeir sem leigja hesthúspláss þurfa sjálfir að moka undan sínum hestum og viðra en séð er um allar gjafir. Hagagöngu er hægt að fá eftir samkomulagi.
 

Hestamiðstöðin á Miðfossum verð miðast við haust 2016

 

Hesthúspláss

 

Mánaðargjald pr. hross m. fóðri og aðgangi að reiðhöll

27.900 kr.

Sólahringsgjald

1.500 kr.

Skammtímavistun án gjafar

1.000 kr.

Reiðhöll

 

Aðgangur utanaðkomandi að reiðhöll pr. klst.

1.000 kr.

Leiga á reiðhöll 1 klst

8.000 kr.

Leiga á reiðhöll 8-12 klst

45.000 kr.

Umsjónarmenn veita nánari upplýsingar, ganga frá samningum og úthluta plássum/tímum.
Nánari upplýsingar gefur Edda Þorvaldsdóttir, edda@lbhi.is

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is