Hollvinafélag LbhÍ

Hollvinafélag Landbúnaðarháskóla Íslands var stofnað föstudaginn 29. apríl 2011 í Ásgarði á Hvanneyri. Markmið félagsins er að efla  tengsl milli allra sem hafa lokið eða stundað nám við Landbúnaðarháskóla Íslands, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Bændaskólann á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Sama gildir um núverandi og fyrrverandi starfsmenn og aðra sem bera hag LbhÍ fyrir brjósti. Síðast en ekki síst mun félagið styðja og efla starf Landbúnaðarháskóla Íslands eins og kostur er.

Þórir Haraldsson er formaður stjórnar.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is