Jóhannes Guðbrandsson nýdoktor við LbhÍ

Jóhannes Gubrandsson hefur hafið störf sem nýdoktor hjá Landbúnaðarháskólanum í verkefninu Fiskveiðar til framtíðar sem hlaut Öndvegisstyrk úr Rannsóknarsjóð RANNÍS. Hann mun vinna að vistkerfislíkani fyrir hafið í kringum Ísland ásamt samstarfsaðilum við Landbúnaðarháskólan, Hafrannsóknastofnun og Háksóla Íslands auk erlendra samstarfsaðila. Líkanið verður notað til að kanna hvaða áhrif mismunandi fiskveiðistjórnun og loftlagsbreytingar hafa á bæði vistkerfið og hagræna þætti.

Jóhannes er starfsfólki á LBHÍ ekki allskosta ókunnur því hann vann áður á starfstöð Hafró á Hvanneyri sem er til húsa í Ásgarði þar sem hann sinnti rannsóknum á laxfiskum. Hann lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands í apríl 2019 og fjallaði doktorsverkefni hans um genatjáningu og erfðabreytileika hjá bleikjuafbrigðunum fjórum í Þingvallavatni. Áður lauk hann BS-gráðum í stærðfræði og líffræði í frá sama skóla.

Við bjóðum Jóhannes velkominn til starfa og verður spennandi að fylgjast með framvindu verkefnisins.

--

tengt efni

Landbúnaðarháskóli Íslands hlýtur Öndvegisstyrk frá Rannís

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is