Kennslusvið

Kennsluskrifstofa
Kennslustjóri annast daglega verkstjórn og forstöðu kennsluskrifstofu. Kennsluskrifstofa sér um móttöku og skráningu nemenda, stundarskrárgerð og annað sem varðar skipulag á framkvæmd kennslu, próftöflugerð, prófahald, rafræna ferilskrá nemenda og útskriftir skírteina og vottorða ofl. Á kennsluskrifstofu er einnig alþjóðafulltrúi sem annast þjónustu við erlenda gestastúdenta og stúdenta LbhÍ sem sækja nám sitt að hluta til erlendra menntastofnana. Alþjóðafulltrúi er staðgengill kennslustjóra í fjarveru hans. Skólafulltrúar annast almenna móttöku, skráningar ofl.

Námsbrautastjórar
Námsbrautastjórar annast faglega umsjón námsbrauta og hafa eftirlit með framkvæmd kennslu á viðkomandi námsbraut og frumkvæði að þróun og gæðastarfi á vettvangi brautarinnar. Þeir gera tillögur í samvinnu við deildarforseta um breytingar á námsbrautum og vali á kennurum, bæði fastra kennara og aðfenginna kennslukrafta. Námsbrautarstjóri annast fagleg samskipti við kennara og nemendur sinnar brautar.

Nemendur koma að stjórnun og ákvörðunum í gegn um fulltrúa í háskólaráði, grunnnámsnefnd, með þátttöku í innra gæðastarfi (kennslumati), virkri umræðu við stjórnendur og starfslið og í gegn um samstarfsvettvang rektors og nemendafélags.

Að útfylltri umsókn fær umsækjandi sendan veflykil í tölvupósti og með veflyklinum er hægt að fylgjast með stöðu umsóknar.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is