Kynnir niðurstöður á alþjóðlegri ráðstefnu í Paris

Albína Hulda Pálsdóttir dýrabeinfornleifafræðingur og sérfræðingur við LbhÍ kynnti fyrstu niðurstöður rannsókna sinna og Dr. Jóns H. Hallssonar prófessors við LbhÍ, Dr. Sanne Boessenkool við Háskólann í Osló og samstarfsfólks á uppruna íslensku sauðkindarinnar.

Ráðstefnan var haldin að þessu sinni í Náttúrugripasafninu í París en hún var haldin nú í áttunda sinn. Þar koma saman sérfræðingar í dýrabeinafornleifafræði, fornerfðafræði, próteinmengjagreiningu og svipfarsgreiningu (ICAZ Archaeozoology, Genetics, Proteomics and Morphometrics (AGPM) Working Group). 

Heiti fyrirlestursins var „Víkingaaldarsauðfé á eyjum Norður Atlantshafs: Uppruni og arfur (e. Viking sheep of the North Atlantic: Origins & genetic heritage)“. Mikill áhugi var sýndur þeim frumniðurstöðum sem fram komu í fyrirlestri Albínu um sauðfé í Norður Atlantshafi en á ráðstefnunni voru samankomnir margir af helstu sérfræðingum í fornDNA greiningum á dýrum.

 

 

Tengt efni

Fjarsjóður varðveittur til framtíðar

Uppruni og saga hrossaræktar

Dýrabeinasafn frá Litlabæ

Samanburðarsafn dýrabeina

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is