Landbúnaðarháskóli Íslands festir kaup á WorkPoint mála- og samningakerfi

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur fest kaup á mála- og samningakerfi WorkPoint frá Spektra ehf. fyrir málasafn skólans. WorkPoint byggir á SharePoint lausn í Micosoft Office 365 umhverfi skólans en Landbúnaðarháskóli Íslands er fyrsti skólinn á Íslandi sem tekur upp WorkPoint.

Verkefni LbhÍ eru mörg en fyrir utan skipulag í kringum það fjölbreytta nám sem í boði er við skólann  en einnig er eignaumsjón stór þáttur í rekstri skólans og mun rafrænt skjalakerfi veita heildarsýn yfir öll verkefni sem koma til afgreiðslu og verða til innan skólans.

Kerfið er talið falla vel að þeim heildarsamningi sem Ísland hefur gert um Microsoft hugbúnað en sá samningur var í tveimur hlutum annars vegar við almennar stofnanir og hins vegar fyrir menntastofnanir. Með innleiðingu á WorkPoint stefnir skólinn á rafræna skjalavörslu og hefur kerfið verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns Íslands en ríkisstofnanir og sveitarfélög sem hyggjast varðveita gögn sín á rafrænu formi er skylt að tilkynna öll rafræn kerfi til safnsins.

 

tengt efni

Sólveig Magnúsdóttir nýr upplýsinga- og skjalastjóri

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is