Lokadagur umsóknafrests um styrk til masters/doktorsnáms

Styrkur til masters- og/eða doktorsnáms í skógvistfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) í samstarfi við Háskólann í Austur Finnlandi (University of Eastern Finland) Í rannsókn á framleiðni skógar, jarðvegsvistfræði og hringrás gróðurhúsalofttegunda á Suðurlandi.

Þetta verkefni bætir við slíkum rannsóknum og mun að auki meta áhrif áburðargjafarinnar á líffræðilegan fjölbreytileika í skóginum og þannig meta hvort smáskammta áburðargjöf í skógrækt sé umhverfislega sjálfbær. Verkefnið er styrkt af Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Styrkupphæð fyrsta árs er 1,2 milljónir í launa- og ferðastyrk 2020-2021 og um 1,5 milljónir í efniskostnað. Hugsanlega verður möguleiki á að stækka meistaraverkefnið upp í 4-ára doktorsnám á öðru ári, en reglur LBHÍ leyfa slíkt.

Leiðbeinendur í verkefninu verða Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við LBHÍ og Christina Biasi, prófessor við UEF. Umsóknir LBHÍ óskar hér með eftir umsóknum nemenda með háskólapróf í skógfræði eða af öðrum sviðum náttúruvísinda í þetta verkefni. Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og stutt persónuleg greinargerð frá viðkomandi sem lýsir áhugasviði og framtíðaráformum.

Umsóknum skal skila á rafrænu formi til Guðmundu Smáradóttur, mannauðs- og gæðastjóra LbhÍ (gudmunda@lbhi.is) fyrir 1 apríl 2020. LBHÍ áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum ef enginn hæfur umsækjandi sækir um starfið.

Nánar um verkefnið

Dagsetning: 
miðvikudagur 1. apríl 2020
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is