Lokanir bygginga vegna covid-19 faraldurs

Samkomubann sem tók gildi frá og með miðnætti aðfaranótt 15. mars og varir í fjórar vikur. Þetta er gert samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis til að hefta útbreiðslu kórónaveiru (COVID-19).

Nemendur okkar og starfsfólk eru vel í stakk búið til að takast á við fyrirliggjandi verkefni. Það er skýrt markmið skólans að tryggja að ekki verði töf á framvindu náms og að nemendur stundi áfram námið með stafrænum hætti. Öll bókleg kennsla við Lbhí mun færast á rafrænt form frá og með mánudeginum 16. mars. Verklegu námi hefur verið frestað. LBHÍ hefur undanfarið undirbúið að takast á við aukna notkun fjarlausna til kennslu, náms og lausna fyrir starfsfólk að vinna heima. Unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun Landbúnaðarháskóla Íslands.

Búfjárbyggingar skólans og gróðurhús eru lokuð sem og skólabyggingar. 

 

Tenglar á fréttir með nánari upplýsingum

Kennsla verður færð á stafrænt form vegna samkomubanns
Samstaða og samkennd við krefjandi aðstæður

Upplýsingasíða Almannavarna www.covid.is

Dagsetning: 
mánudagur 16. mars 2020 til mánudagur 13. apríl 2020
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is