Magnús Óskarsson f.v. kennari og tilraunastjóri jarðsunginn

Magnús Óskarsson fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við skólann er jarðsunginn í dag. Hann lést 28. Desember s.l. þá 93 ára að aldri.

Magnús varð búfræðikandidat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku. Hlutverk Magnúsar var auk kennslu, að koma upp grasafræðigarði og stunda tilraunir og er hann einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Magnús starfaði við skólann allan sinn starfsferil.

Við kveðjum Magnús Óskarsson með þakklæti og virðingu fyrir hans störfum og framtaki í gegnum tíðina og sendum fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur.

Myndin er af málverki af Magnúsi Óskarssyni málað af Baltasar Samper og var gefið árið 1996 af Nemendasambandi Framhaldsdeildar. Verkið er staðsett á 3 hæð í Árgarði aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is