Málstofa um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi.

Miðvikudagsmorguninn þann 12. sept 2018, kl. 9:00-12:30 verður mjög áhugaverð málstofa í fundarsal Hafró að Skúlagötu 4 í Reykjavík og er öllum opin. Fyrirlestrarnir á málstofunni fjalla um stöðu þekkingar á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska náttúru og samfélag. Þeir byggja á vinnu Vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem hefur síðustu tvö ár unnið að samantekt þessarar þekkingar fyrir Umhverfisráðherra og sem kom út nýlega. Skýrsluna er hægt að nálgast hér.

 

Dagsetning: 
miðvikudagur 12. september 2018
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is