Matarmarkaður - Breytist í Farandmatarmarkað

Matarhátíð sem halda átti á Hvanneyri næstkomandi laugardag hefur verið frestað vegna fjölda smita í samfélaginu. Hátíðin verður haldin síðar og verða þá viðurkenningar fyrir Askinn veittar.

Í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi verður í staðin haldin farandmatarmarkaður helgina 13. og 14. nóvember fyrir allt Vesturland.

Farið verður með bílalest hlaðna varningi framleiðenda um landshlutann og þannig farið með markaðinn heim í hérað til fólksins í stað hópamyndunar á einum stað. Nánari staðsetningar og dagskrá væntanleg innan skamms!

Sjá kynningu á framleiðendum sem taka þátt í FARANDMATARMARKAÐI og frekari upplýsingar á MATARHATID.IS

Dagsetning: 
laugardagur 13. nóvember 2021 til sunnudagur 14. nóvember 2021
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is