Meistaravörn Jón Hilmar Kristjánsson í skógfræði

Jón Hilmar Kristjánsson ver meistararitgerð sína í skógfræði við Náttúru og skógadeild Landbúnaðarháskóla Íslands, og nefnist hún „Áhrif blöndunar trjátegunda og gróðursetningaraðferða á lifun og vöxt 15 ára skógar á Suðurlandi“.

Leiðbeinendur Jóns Hilmars voru dr. Páll Sigurðsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor í skógfræði hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri samhæfingarsviðs hjá Skógræktinni.

Í ljósi aðstæðna fer vörnin fram á internetinu, í gegnum zoom-forritið, kl. 13 föstudaginn 27. mars 2020. Allir áhugasamir eru velkomnir að tengja sig inn á vörnina, og er hlekkurinn á zoomið þessi: https://eu01web.zoom.us/j/531591313. Við biðjum þá sem vilja tengja sig að hafa gert það í síðsta lagi kl. 12:50. Jafnframt eru þeir beðnir að slökkva á eigin hljóðnemum á meðan fyrirlesturinn fer fram, en mega gjarnan kveikja á þeim þegar gefið verður færi á spurningum „úr sal“ í lok varnarinnar. Vörnin fer fram á íslensku.

Nánar um verkefnið hér

Dagsetning: 
föstudagur 27. mars 2020
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is