Nám við Landbúnaðarháskóla Íslands

Við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) eru starfræktar þrjár fagdeildir sem skiptast í Ræktun & fæðu, Skipulag & hönnun og Náttúru & skóg. Boðið er upp á starfsmennta-, grunn- og framhaldsnám við skólann.

Á Reykjum í Ölfusi fer fram starfsmenntanám í garðyrkjufögum, á Hvanneyri fer fram starfsmenntanám í búfræði og grunn- og framhaldsnám á háskólastigi. Boðið er upp á rannsóknartengt framhaldsnám til meistara- og doktorsprófsgráðu í öllum grunnfögum háskóladeildar. Á Keldnaholti í Reykjavík er boðið uppá starfsmiðað meistaranám í skipulagsfræði.

Skólavetrinum er skipt niður í fjórar annir sem eru sjö vikur hver, tvær annir að hausti og tvær að vori. Eftir hverja kennsluönn eru haldin próf.

Landbúnaðarháskóli Íslands er aðili að samstarfsneti opinberu háskólanna og tekur þátt í samstarfi þeirra um gestanám á milli skólann.

 

 

 

 

 

 

 

 

     

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is