Námskeið í boði

1. Reiðmaðurinn 2019-2021 - Nýr hópur í Kópavoginum haustið 2019!

Búið er að opna fyrir skráningar í Reiðmannsnámið, en það er nám sem ætlað er fyrir hinn almenna hestamann. Hópur fer af stað á Hellu og annar í Mosfellsbæ og eru þeir fullbókaðir, en hægt er að skrá sig á biðlista. Hinsvegar er búið að opna fyrir skráningar (8. ágúst) í nýjan hóp sem fer af stð í september 2019 í reiðhöll Spretts í Kópavogi.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um almennar kröfur og verð.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um námið sjálft.

Smellið síðan hér fyrir skráningar á námsbrautina. - Í athugasemdareitinn væri gott að fá inn stutta lýsingu á ykkar aðkomu að reiðmennsku sem og upplýsingar um þann hest sem þið ætlið nota í náminu ef þið hafið ákveðið það nú þegar.

Umsóknarfrestur var til 5. júní fyrir Hellu og Mosfellsbæ, en er til 25. ágúst fyrir hópinn í Kópavogi. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða bæta sér á biðlista geta haft samband beint við verkefnisstjóra námsins, Hinrik Þór Sigurðsson (hinrik@lbhi.is)

 

2. Trjáklifur á Ísland - ráðstefna

Á ráðstefnunni verður rætt um þörf á því að þjálfa og mennta fólk til að vinna við trjáklifur á Íslandi. Einnig fjallað um innihald nýrrar námskrár fyrir Trjáfræðinga (Arborist) sem skólinn stefnir á að hefja kennslu á árið 2020. Að ráðstefnunni og umræðum loknum munu nemendur sem tóku þátt í Erasmus+ verkefninu Safe Climbing sýna nokkrar algengar aðferðir við klifur.

Dagskrá

 • 13:10 Setning
 • 13:15 Kynning á Erasmus+ verkefninu Safe Climbing og nýrri námsskrá fyrir Trjáfræði (Arborist) Ágústa Erlingsdóttir
 • 13:35 Öryggismál og eftirlit með trjáklifri – Hannes Snorrason
 • 13:45 Helstu sjúkdómar í trjám á Íslandi – Halldór Sverrisson
 • 14:05 Kaffi
 • 14:15 Helstu tegundahópar -  Guðríður Helgadóttir
 • 14:30 Líffræði trjáa - Kári Aðalsteinsson
 • 14:45 Stutt kaffi fyrir sýningu  á trjáklifri
 • 15:00 Sýning á trjáklifri á útisvæðum skólans – Orri Freyr Finnbogason, Benedikt Örvar Smárason og Bjarki Sigurðsson

Tími: Fim. 22. ágúst, kl. 13:10-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi.

Verð: Frítt inn - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

3. Sveppir og sveppatínsla

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslumiðstöð

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki.

Námskeiðið skiptist í tvennt, fyrri hlutinn er á formi fyrirlestra og sýnikennslu í greiningu og frágangi sveppa en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í  verklega kennslu. Nemendur fara þá út ásamt kennara og fá aðstoð og kennslu við þær aðferðir sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þá læra nemendur að greina og hreinsa sveppi. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika. Kennari kynnir jafnframt bók sína: „Sveppahandbókin – 100 tegundir íslenskra villisveppa“ og þátttakendum býðst að kaupa hana á niðursettu verði ef þeir svo kjósa.

Nemendur mæta í fatnaði sem hæfir veðri, taka með sér fötur/körfur til að tína sveppina í, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim.

Kennsla: Bjarni Diðrik Sigurðsson skógfræðingur og prófessor við LbhÍ.

Tími: Lau. 31. ágúst, kl. 10:00-17:00 (7 kennslustundir) hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík og nærliggjandi skóglendi.

Verð: 17.900kr (innifalið eru námsögn og kennsla, en ekki hádegismatur) - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

4. Mengun - uppsprettur og áhrifMeðhöndlun úrgangs - Vatnsöflun og vatnsmengun

Fjallað verður um undirstöðuatriði og meginstefnur í meðhöndlun úrgangs, bæði erlendis og á Íslandi. Farið er yfir grunnatriði í meðhöndlun úrgangs. Fjallað er um þróun í meðhöndlun úrgangs, lög og reglugerðir, skilgreiningar og hugtök, mismunandi leiðir og útfærslur til meðhöndlunar úrgangs sem og umhverfis- og samfélagsáhrif. Lögð er áhersla á heildræna nálgun í meðhöndlun úrgangs og lagðar verða tengingar við aðila sem koma að málum. Fjallað verður um samvinnu í efnis- og vörukeðjum með því að markmiði að loka efnahringrás og koma þannig í veg fyrir að úrgangur myndist yfir höfuð. Farið verður inn í tengsl úrgangs- og orkumála, s.s. orkusparnaður sem getur orðið við hágæða endurvinnslu úrgangs í hringrásarhagkerfi. Áhersla  er einnig lögð á verkefnavinnu bæði einstaklingsverkefni og hópverkefni – framsetningu og kynningu, rökræna hugsun og aðferðafræði við lausn verkefna. Farið verður í skoðunarferð til móttökustöðvar fyrir úrgang.

Í seinni hlutanum verður fjallað um samspil líffræðilegs umhverfis og mengunar. Yfirlit verður gefið yfir gildandi lög og reglugerðir sem varða varnir gegn vatnsmengun. Eftirfarandi atriði koma m.a. við sögu:

 • Efnaferlar í náttúrunni  – helstu mengunarefni hér á landi og uppsprettur þeirra.
 • Áburðarefni, lífræn efni, gerlar, þungmálmar og þrávirk efni.
 • Ástand mála hvað varðar mengun hér á landi borið saman við önnur lönd í Evrópu og víðar.
 • Umhverfi og heilsa.
 • Vatn – vatnsgæði – vatnsnotkun og vatnsöflun – litlar vatnsveitur.
 • Fráveitur og skólp. Mismunandi leiðir í meðhöndlun á skólpvatni. Skólphreinsun í þéttbýli og dreifbýli. Ástand skólpmála á Íslandi borið saman við norðurlönd.
 • Starfsreglur um góða búskaparhætti.
 • Fjallað verður um nýstarlegar útfærslur varðandi meðhöndlun á ofankomuvatni, svokallaðar blágrænar lausnir.

Þetta námskeið er kennt í staðarnámi við háskólabrautir Landbúnaðarháskóla Íslands. Námskeiðið er jafnframt kennt í gegnum fjarnám í gegnum kennsluvef skólans.

Kennsla: Cornelis Aart Meijles umhverfisverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Province of Fryslân í Hollandi – námskeiðið er kennt á íslensku. 

Tími: Fyrri lotan: Þri. 17. sept (veferindi), fim. 19. sept, kl. 9:45-15:10, mán. 23. sept, kl. 9:45-15:10, þri. 24. sept, kl. 9:00-10:20 og fim. 26. sept, kl. 9:00-15:55. Seinni lotan verður frá 6.-15. nóvember. Í fyrri lotunni verður einni farið í vettvangsferð og er sú ferð skylda fyrir þá sem vilja fá inn einingamat fyrir námskeiðið. (56 kennslustundir). Kennt er í húsnæði LbhÍ á Hvanneyri en jafnframt boðið uppá áfangann í fjarnámi með frjálsri mætinu í kennslustundir, þó er skyldumæting í dagslanga vettvangsferð. Námskeiðið er á háskólastigi og má meta til 6 ECTS eininga.

Verð: 49.000kr (hugsanlegur kostnaður við gistingu, mat og vettvangsferðir er ekki innifalið í verði) - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

5. Skipulagslögfræði og stjórnsýsluramminn - 6 ECTS

Fjallað er um íslenska réttarkerfið, þrígreint vald, hlutverk og vægi hvers þáttar. Farið er yfir meginreglur stjórnsýsluréttarins, þar sem að skipulag og byggingar- og framkvæmdaleyfi eru stjórnvaldsákvarðanir. Fjallað er um eignarrétt og lögvernd hans og gerð grein fyrir helstu réttarreglum um eignarnám og bætur. Farið er yfir reglur skipulags- og byggingarlaga, mat á umhverfisáhrifum, náttúruvernd og annað þess háttar efni sem varðar skipulagsgerð. Skoðuð eru raunveruleg dæmi, úrlausnir dómstóla, úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og mannréttindadómstóls Evrópu í ágreiningsmálum.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í meistaranám í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku sem og forkröfur um BS/BA próf verður gefinn kostur að sitja próf í lok námskeiðsraðar.

Kennsla: Hjalti Steinþórsson hrl og fyrrverandi forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Tími: Kennsla hefst haust 2019 og verður sem hér segir:

 • föstudag 25. okt kl. 13:00 -16:00
 • laugardag 26. okt frá 9:00 – 12:00
 • laugardag 2. nóv  frá 9:00 – 14.25
 • föstudag 8. nóv frá 13:00 – 17:55
 • laugardag 3. nóv 9:00 -12:00
 • laugardag 23. nóv  frá 9:00 – 14.25
 • föstudag 29. nóv frá 13:00 – 17:55
 • laugardag 30. nóv 9:00 -12:00
 • laugardag 7. des 9:00 -12:00

Dagsetning á lokaprófi verður auglýst síðar.

Verð: 52.000 kr - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

6. Reiðmaðurinn - Framhaldsþjálfun

Námskeiðið er sjálfstætt framhald fyrstu tveggja ára Reiðmannsins. Stefnan er að nemandinn öðlist aukna færni í því sem hann hefur áður lært og geti bætt sinn hest á enn markvissari hátt með hjálp æfinga og útsjónarsemi. Nemandinn öðlast meiri færni í markvissri notkun þeirra æfinga sem hafa hvað mest nytsamlegt gildi. Nemendur læra að setja upp þjálfunaráætlun og vinna út frá henni. Kynnt verða fyrir nemendum mismunandi útfærslur af þjálfunarstigum klassískrar reiðmennsku og unnið út frá þeim. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og verður kennsla miðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Námskeiðið nær yfir fimm helgar, frá föstudegi til sunnudags á tímabilinu frá september fram í febrúar 2020. Á föstudögum er kennt frá ca. kl. 14:00-20:00 og á laugardögum og sunnudögum frá ca. kl. 8:00-17:00

Á fyrstu helgi er gerð ítarleg úttekt á knapa og hesti. Eftir fyrstu helgi setur knapinn upp markmið vetrarins og þjálfunaráætlun út frá henni. Þjálfunaráætlunin er byggð á bóklegu efni um þjálfunarstig og liggur til grundvallar lokaúttektar á knapa og hesti. Kennslan verður einstaklingsmiðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Þáttökuskilyrði eru að hafa lokið fyrstu tveimur árum Reiðmannsins eða knapamerki 5.

Kennsla: Hinrik Þór Sigurðsson reiðkennari og tamningamaður við LbhÍ.

Tími: 20.-22. sept, 18.-20. okt, 15.-17. nóv, 27.-29. des og 31. jan-2. feb (135 kennslustundir) í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði.

Verð: 140.000 kr (Innifalið í verði er öll kennsla og aðstaða í reiðhöll. Matur og gisting er ekki innfalin í verði né hesthúsapláss fyrir hest) - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

7.  Jurtalitun

Námskeiðið er öllum opið og hentar einkar vel þeim sem vinna við handverk. Hámark þátttakenda er 9. Nemendur mæti með svuntur og gúmmíhanska.

Á námskeiðinu verður farið yfir litunarferlið frá upphafi til enda. Fjallað verður um litfesta, litunarjurtir og efni til að breyta litum. Spjallað verður um litunina eins og hún var á öldum áður og einnig verður spáð í kaktuslús og erlendar tegundir sem notaðar eru til litunar. Fjallað verður um hvernig og hvenær er best að tína jurtirnar og verka til geymslu. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta litað sjálfir og gert tilraunir með jurtir úr sínu nánasta umhverfi.

Kennsla: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins jurtalitunarvinnustofu.

Tími: Lau. 28. sept, kl. 12:30-16:30 í Hespuhúsinu, Andakíl í Borgarfirði

Verð: 17.500 kr - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

8. Indigo litun

Námskeiðið er öllum opið og hentar einkar vel þeim sem vinna við handverk. Hámark þátttakenda er 9. Nemendur mæti með svuntur, gúmmíhanska og hlífðargrímu ef nemendur eiga slíkt.

Á námskeiðinu verður kennd litunaraðferð með indigó sem er blátt litarefni úr erlendri jurt. Á Íslandi er engin tegund sem gefur bláan lit og höfum við því notað Indígó síðustu aldirnar fyrir blátt. Indígólitun er öðruvísi en hefðbundin litun með jurtum og töfrar efnafræðinnar fá að njóta sín hér í samvinnu við súrefnið. Í litun með Indígó er hægt að ná fram bláum lit og einnig gulan og ýmsa ævintýraliti með yfirlitun og hnútum.

Kennsla: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins jurtalitunarvinnustofu.

Tími: Lau. 5. okt, kl. 13:00-16:00 í Hespuhúsinu, Andakíl í Borgarfirði

Verð: 16.500 kr - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

9. Reiðmaðurinn - framhaldsþjálfun

Námskeiðið er sjálfstætt framhald fyrstu tveggja ára Reiðmannsins. Stefnan er að nemandinn öðlist aukna færni í því sem hann hefur áður lært og geti bætt sinn hest á enn markvissari hátt með hjálp æfinga og útsjónarsemi. Nemandinn öðlast meiri færni í markvissri notkun þeirra æfinga sem hafa hvað mest nytsamlegt gildi. Nemendur læra að setja upp þjálfunaráætlun og vinna út frá henni. Kynnt verða fyrir nemendum mismunandi útfærslur af þjálfunarstigum klassískrar reiðmennsku og unnið út frá þeim. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og verður kennsla miðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Námskeiðið nær yfir fimm helgar, frá föstudegi til sunnudags á tímabilinu frá nóvember fram í mars 2020. Á föstudögum er kennt frá ca. kl. 14:00-20:00 og á laugardögum og sunnudögum frá ca. kl. 8:00-17:00

Á fyrstu helgi er gerð ítarleg úttekt á knapa og hesti. Eftir fyrstu helgi setur knapinn upp markmið vetrarins og þjálfunaráætlun út frá henni. Þjálfunaráætlunin er byggð á bóklegu efni um þjálfunarstig og liggur til grundvallar lokaúttektar á knapa og hesti. Kennslan verður einstaklingsmiðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Þáttökuskilyrði eru að hafa lokið fyrstu tveimur árum Reiðmannsins eða knapamerki 5.

Kennsla: Gunnar Reynisson aðjúnkt í hestafræðum við LbhÍ.

Tími: 15.-17. nóv, 13.-15. des, 24.-26. jan, 21.-23. feb og 20-22. mars (135 kennslustundir) í húsnæði LbhÍ á Miðfossum.

Verð: 140.000 kr (Innifalið í verði er öll kennsla og aðstaða í reiðhöll. Matur og gisting er ekki innfalin í verði né hesthúsapláss fyrir hest) - Smellið hér fyrir skráningu!

 

10. Aðventuskreytingar

Námskeiðið er opið öllum, hentar sérstaklega vel þeim sem vinna í blómaverslunum eða hafa það í hyggju sem og áhugafólki.

Síðustu fjórar vikurnar fyrir jól kallast aðventa eða jólafasta. Þessi tími er samofinn blómum, greni og jólaskreytingum, allt gert til að undirbúa jólahátíðina og veita smá birtu inn í skammdegið.

Námskeið er byggt upp bæði sem sýnikennslu og verklegt kennsla. Settar verða saman í bland einfaldar og flóknari skreytingar sem hafa það sameiginlegt að tengjast jólum og aðventunni á einn eða annan máta. Nemendur fá tækifæri til að setja saman sínar eigin jólaskreytingar með handleiðslu fagmanns og taka í lokin með heim afrakstur dagsins.

Kennsla: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir blómaskreytir og Valgerður Jódís Guðjónsdóttir blómaskreytir.

Tími: Lau. 16. nóv, kl. 10:00-16:00 í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi.

Verð: 27.900kr (Námsgögn, kaffi, hádegismatur og allt efni innifalið) - Smellið hér fyrir skráningu!

 

Einnig má senda tölvupóst á endurmenntun@lbhi.is ef óskað er eftir nánari upplýsingum eða aðstoð.

Einnig er hægt að skrá sig á póstlista Endurmenntunar LbhÍ hér!

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is