Námskeið í boði

1. Mengun - uppsprettur og áhrifMeðhöndlun úrgangs - Vatnsöflun og vatnsmengun

Fjallað verður um undirstöðuatriði og meginstefnur í meðhöndlun úrgangs, bæði erlendis og á Íslandi. Farið er yfir grunnatriði í meðhöndlun úrgangs. Fjallað er um þróun í meðhöndlun úrgangs, lög og reglugerðir, skilgreiningar og hugtök, mismunandi leiðir og útfærslur til meðhöndlunar úrgangs sem og umhverfis- og samfélagsáhrif. Lögð er áhersla á heildræna nálgun í meðhöndlun úrgangs og lagðar verða tengingar við aðila sem koma að málum. Fjallað verður um samvinnu í efnis- og vörukeðjum með því að markmiði að loka efnahringrás og koma þannig í veg fyrir að úrgangur myndist yfir höfuð. Farið verður inn í tengsl úrgangs- og orkumála, s.s. orkusparnaður sem getur orðið við hágæða endurvinnslu úrgangs í hringrásarhagkerfi. Áhersla  er einnig lögð á verkefnavinnu bæði einstaklingsverkefni og hópverkefni – framsetningu og kynningu, rökræna hugsun og aðferðafræði við lausn verkefna. Farið verður í skoðunarferð til móttökustöðvar fyrir úrgang.

Í seinni hlutanum verður fjallað um samspil líffræðilegs umhverfis og mengunar. Yfirlit verður gefið yfir gildandi lög og reglugerðir sem varða varnir gegn vatnsmengun. Eftirfarandi atriði koma m.a. við sögu:

 • Efnaferlar í náttúrunni  – helstu mengunarefni hér á landi og uppsprettur þeirra.
 • Áburðarefni, lífræn efni, gerlar, þungmálmar og þrávirk efni.
 • Ástand mála hvað varðar mengun hér á landi borið saman við önnur lönd í Evrópu og víðar.
 • Umhverfi og heilsa.
 • Vatn – vatnsgæði – vatnsnotkun og vatnsöflun – litlar vatnsveitur.
 • Fráveitur og skólp. Mismunandi leiðir í meðhöndlun á skólpvatni. Skólphreinsun í þéttbýli og dreifbýli. Ástand skólpmála á Íslandi borið saman við norðurlönd.
 • Starfsreglur um góða búskaparhætti.
 • Fjallað verður um nýstarlegar útfærslur varðandi meðhöndlun á ofankomuvatni, svokallaðar blágrænar lausnir.

Þetta námskeið er kennt í staðarnámi við háskólabrautir Landbúnaðarháskóla Íslands. Námskeiðið er jafnframt kennt í gegnum fjarnám í gegnum kennsluvef skólans.

Kennsla: Cornelis Aart Meijles umhverfisverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Province of Fryslân í Hollandi – námskeiðið er kennt á íslensku. 

Tími: Fyrri lotan: Þri. 17. sept (veferindi), fim. 19. sept, kl. 9:45-15:10, mán. 23. sept, kl. 9:45-15:10, þri. 24. sept, kl. 9:00-10:20 og fim. 26. sept, kl. 9:00-15:55. Seinni lotan verður frá 6.-15. nóvember. Í fyrri lotunni verður einni farið í vettvangsferð og er sú ferð skylda fyrir þá sem vilja fá inn einingamat fyrir námskeiðið. (56 kennslustundir). Kennt er í húsnæði LbhÍ á Hvanneyri en jafnframt boðið uppá áfangann í fjarnámi með frjálsri mætinu í kennslustundir, þó er skyldumæting í dagslanga vettvangsferð. Námskeiðið er á háskólastigi og má meta til 6 ECTS eininga.

Verð: 49.000kr (hugsanlegur kostnaður við gistingu, mat og vettvangsferðir er ekki innifalið í verði) - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

2. Torf- og grjóthleðsla - Reykjum

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. 

Hvort sem um ræðir veggi, kartöflukofa eða önnur smærri mannvirki. Þátttakendur fá innsýn inn í íslenska byggingararfleið og kynnast verklagi við byggingu úr hefðbundnu íslensku efni. Fjallað verður um íslenska torfbæinn, uppbyggingu hans, efnisval og framkvæmd. Einnig verður fjallað um hleðslu frístandandi veggja og stoðveggja úr torfi og grjóti. 

Lögð áhersla á verklega kennslu. Hlaðin verður veggur ofl. á námskeiðinu. 

Kennsla: Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundarkennari við LbhÍ. 

Tími: Fös. 27. sept. kl. 9:00-17:00 og  lau. 28. sept. 9:00-16:00 (18 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi. 

Verð: 41.000 kr. (Kaffi og hádegismatur og gögn innifalin í verði). - Smellið hér fyrir skráningu!

 

3. Jurtalitun

Námskeiðið er öllum opið og hentar einkar vel þeim sem vinna við handverk. Hámark þátttakenda er 9. Nemendur mæti með svuntur og gúmmíhanska.

Á námskeiðinu verður farið yfir litunarferlið frá upphafi til enda. Fjallað verður um litfesta, litunarjurtir og efni til að breyta litum. Spjallað verður um litunina eins og hún var á öldum áður og einnig verður spáð í kaktuslús og erlendar tegundir sem notaðar eru til litunar. Fjallað verður um hvernig og hvenær er best að tína jurtirnar og verka til geymslu. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta litað sjálfir og gert tilraunir með jurtir úr sínu nánasta umhverfi.

Kennsla: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins jurtalitunarvinnustofu.

Tími: Boðið verður upp á tvö námskeið:

I: Lau. 28. sept, kl. 12:30-16:30 í Hespuhúsinu, Andakíl í Borgarfirði

II: Sun. 6. okt, kl. 12:30-16:30 í Hespuhúsinu, Andakíl í Borgarfirði

Verð: 17.500 kr - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

4. Indigo litun

Námskeiðið er öllum opið og hentar einkar vel þeim sem vinna við handverk. Hámark þátttakenda er 9. Nemendur mæti með svuntur, gúmmíhanska og hlífðargrímu ef nemendur eiga slíkt.

Á námskeiðinu verður kennd litunaraðferð með indigó sem er blátt litarefni úr erlendri jurt. Á Íslandi er engin tegund sem gefur bláan lit og höfum við því notað Indígó síðustu aldirnar fyrir blátt. Indígólitun er öðruvísi en hefðbundin litun með jurtum og töfrar efnafræðinnar fá að njóta sín hér í samvinnu við súrefnið. Í litun með Indígó er hægt að ná fram bláum lit og einnig gulan og ýmsa ævintýraliti með yfirlitun og hnútum.

Kennsla: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins jurtalitunarvinnustofu.

Tími: Lau. 5. okt, kl. 13:00-16:00 í Hespuhúsinu, Andakíl í Borgarfirði

Verð: 16.500 kr - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

5. Trjáfellingar og grisjun með keðjusög - Hallormsstað

Námskeiðið er öllum opið. Það hentar þeim sem ekkert kunna á keðjusagir og vilja læra á þær. Einnig þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.  

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Fyrsti dagur er bóklegur þar sem meðal annars er farið yfir fellingartækni, öryggisatriði við fellingu trjáa og líkamsbeitingu. Leyfi og öryggissjónarmið varðandi fellingu trjáa í þéttbýli. Einnig verður fjallað um val á trjám til fellinga og komið inná grisjun skóglenda, trjáþyrpinga og garða. Á öðrum degi fá nemendur að kynnast innviðum keðjusagarinnar með því að taka þær í sundur. Komið verður inná hvernig framkvæma eigi einfalda bilanaleit í söginni, ásamt því að læra hefðbundið viðhald, þrif sagar og brýningu keðju. Loks verður einn og hálfur dagur í trjáfellingum og grisjun í skógi, þar sem lögð verður áhersla á rétta fellingartækni og uppröðun viðarins. 

Þeir nemendur sem eiga keðjusög, keðjusagarbuxur, keðjusagarstígvél eða hjálm taki það með á námskeiðið. Aðrir geta fengið búnað lánaðan á námskeiðinu.

Kennsla: Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur hjá LbhÍ.

Tími: Fim. 17. okt. kl. 9:00-17:30, fös. 18. okt. kl. 9:00-17:30 og lau. 19. okt kl. 9:00-16:00 (3x) hjá Skógræktinni á Egilsstöðum og Hallormsstað (28 kennslustundir). Námskeiðið er á framhaldsskólastigi og má meta til 1 einingar af námi í garðyrkjufræðum. 

Skráningarfrestur er til 9. október.

Verð: 52.000 kr. (kennsla og gögn innifalin í verði). - Smellið hér fyrir skráningar!

 

6. Skipulagslögfræði og stjórnsýsluramminn - 6 ECTS

Fjallað er um íslenska réttarkerfið, þrígreint vald, hlutverk og vægi hvers þáttar. Farið er yfir meginreglur stjórnsýsluréttarins, þar sem að skipulag og byggingar- og framkvæmdaleyfi eru stjórnvaldsákvarðanir. Fjallað er um eignarrétt og lögvernd hans og gerð grein fyrir helstu réttarreglum um eignarnám og bætur. Farið er yfir reglur skipulags- og byggingarlaga, mat á umhverfisáhrifum, náttúruvernd og annað þess háttar efni sem varðar skipulagsgerð. Skoðuð eru raunveruleg dæmi, úrlausnir dómstóla, úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og mannréttindadómstóls Evrópu í ágreiningsmálum.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í meistaranám í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku sem og forkröfur um BS/BA próf verður gefinn kostur að sitja próf í lok námskeiðsraðar.

Kennsla: Hjalti Steinþórsson hrl og fyrrverandi forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Tími: Kennsla hefst haust 2019 og verður sem hér segir:

 • föstudag 25. okt kl. 13:00 -16:00
 • laugardag 26. okt frá 9:00 – 12:00
 • laugardag 2. nóv  frá 9:00 – 14.25
 • föstudag 8. nóv frá 13:00 – 17:55
 • laugardag 3. nóv 9:00 -12:00
 • laugardag 23. nóv  frá 9:00 – 14.25
 • föstudag 29. nóv frá 13:00 – 17:55
 • laugardag 30. nóv 9:00 -12:00
 • laugardag 7. des 9:00 -12:00

Dagsetning á lokaprófi verður auglýst síðar.

Verð: 52.000 kr - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

7. Húsgagnagerð úr skógarefni I

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda.

Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d  smíðakennurum, almennum kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem er að falla til við grisjun.

Á námskeiðinu:

 • lærir þú að nýta grisjunarefni í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar,
 • þú kynnist eiginleikum einstakra viðartegunda og nýtingu þeirra,
 • lærir þú að setja saman kolla og bekki úr greinaefni og bolviði/ skógarfjölum,
 • þú kynnist fersku og þurru efni og samsetningu þess,
 • þú lærir að afberkja, ydda, setja sama og fullvinna húsgögnin, yfirborðsmeðferð og fúavörn.

Öll verkfæri og efni til staðar. Verið í vinnufatnaði á námskeiðinu. Allir fara heim með einn koll og bekk.

Kennsla: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktarinnar og verkefnisstjóri Lesið í skóginn og Ólafur G.E.Sæmundsen skógtæknir.

Tími: Fös. 8. nóv. kl. 16:00-19:00 og  lau. 9. nóv, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Skógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.

Verð: 33.500 kr. (Kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði) - Smellið hér fyrir skráningu!

Skráning til 31. okt.

 

8. Nám fyrir frjótækna

Haldið í samstarfi við Nautastöð BÍ og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Námið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að læra handbrögð frjótækna. Námskeiðið er einkum ætlað búfræðingum. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda.

Nám fyrir verðandi frjótækna skiptist í tvennt, annarsvegar bóklegt lotunám sem kennt er hjá LbhÍ á Hvanneyri með sýnikennslu hjá Nautastöð BÍ á Hesti og hinsvegar verklega þjálfun sem Nautastöð BÍ sér um.

Fyrri hluti námsins byggir alfarið á fyrirlestrum ýmissa sérfræðinga á málefnum sem snúa á einn eða annan máta að starfi og umhverfi frjótækna. Til að fá formlega vottun sem frjótæknar þá þarf einnig að ljúka seinni hluta námsins sem er sérsniðin verkleg þjálfun hjá starfsmönnum Nautastöðvar BÍ.

Gert er ráð fyrir að nemandi hafi nokkra þjálfun í tölvunotkun og sé m.a. kunnugur ritvinnslu- og töflureikniforritum og vanur að nota tölvupóst og vafra.

Kennsla: Ýmsir sérfræðingar.

Tími: 11.-15. nóv, kl. 9:00-16:50 og 15. nóv, kl. 9:00-14:20 (42 kennslustundir) hjá LbhÍ á Hvanneyri. Bóklegt lokapróf verður haldið mánudaginn 18. nóvember, kl. 13:00.

Verð: 99.000 kr. Innifalið í verði er kennslan, gögn, hádegismatur og kennsluaðstaða. Gisting er ekki innifalin í verði. Verkleg þjálfun að loknu námskeiði hjá Nautastöð BÍ er ekki innifalin í verðinu.

Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands og styrkir allt að 33.000kr á hverju skólaári (www.bondi.is)

Smelltu hér fyrir skráningu!

 

9. Reiðmaðurinn - Framhaldsþjálfun

Námskeiðið er sjálfstætt framhald fyrstu tveggja ára Reiðmannsins. Stefnan er að nemandinn öðlist aukna færni í því sem hann hefur áður lært og geti bætt sinn hest á enn markvissari hátt með hjálp æfinga og útsjónarsemi. Nemandinn öðlast meiri færni í markvissri notkun þeirra æfinga sem hafa hvað mest nytsamlegt gildi. Nemendur læra að setja upp þjálfunaráætlun og vinna út frá henni. Kynnt verða fyrir nemendum mismunandi útfærslur af þjálfunarstigum klassískrar reiðmennsku og unnið út frá þeim. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og verður kennsla miðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Námskeiðið nær yfir fimm helgar, frá föstudegi til sunnudags á tímabilinu frá september fram í febrúar 2020. Á föstudögum er kennt frá ca. kl. 14:00-20:00 og á laugardögum og sunnudögum frá ca. kl. 8:00-17:00

Á fyrstu helgi er gerð ítarleg úttekt á knapa og hesti. Eftir fyrstu helgi setur knapinn upp markmið vetrarins og þjálfunaráætlun út frá henni. Þjálfunaráætlunin er byggð á bóklegu efni um þjálfunarstig og liggur til grundvallar lokaúttektar á knapa og hesti. Kennslan verður einstaklingsmiðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Þáttökuskilyrði eru að hafa lokið fyrstu tveimur árum Reiðmannsins eða knapamerki 5.

Kennsla: Hinrik Þór Sigurðsson reiðkennari og tamningamaður við LbhÍ.

Tími: 20.-22. sept, 18.-20. okt, 15.-17. nóv, 27.-29. des og 31. jan-2. feb (135 kennslustundir) í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði.

Verð: 140.000 kr (Innifalið í verði er öll kennsla og aðstaða í reiðhöll. Matur og gisting er ekki innfalin í verði né hesthúsapláss fyrir hest) - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

10. Reiðmaðurinn - framhaldsþjálfun

Námskeiðið er sjálfstætt framhald fyrstu tveggja ára Reiðmannsins. Stefnan er að nemandinn öðlist aukna færni í því sem hann hefur áður lært og geti bætt sinn hest á enn markvissari hátt með hjálp æfinga og útsjónarsemi. Nemandinn öðlast meiri færni í markvissri notkun þeirra æfinga sem hafa hvað mest nytsamlegt gildi. Nemendur læra að setja upp þjálfunaráætlun og vinna út frá henni. Kynnt verða fyrir nemendum mismunandi útfærslur af þjálfunarstigum klassískrar reiðmennsku og unnið út frá þeim. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og verður kennsla miðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Námskeiðið nær yfir fimm helgar, frá föstudegi til sunnudags á tímabilinu frá nóvember fram í mars 2020. Á föstudögum er kennt frá ca. kl. 14:00-20:00 og á laugardögum og sunnudögum frá ca. kl. 8:00-17:00

Á fyrstu helgi er gerð ítarleg úttekt á knapa og hesti. Eftir fyrstu helgi setur knapinn upp markmið vetrarins og þjálfunaráætlun út frá henni. Þjálfunaráætlunin er byggð á bóklegu efni um þjálfunarstig og liggur til grundvallar lokaúttektar á knapa og hesti. Kennslan verður einstaklingsmiðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Þáttökuskilyrði eru að hafa lokið fyrstu tveimur árum Reiðmannsins eða knapamerki 5.

Kennsla: Gunnar Reynisson aðjúnkt í hestafræðum við LbhÍ.

Tími: 15.-17. nóv, 13.-15. des, 24.-26. jan, 21.-23. feb og 20-22. mars (135 kennslustundir) í húsnæði LbhÍ á Miðfossum.

Verð: 140.000 kr (Innifalið í verði er öll kennsla og aðstaða í reiðhöll. Matur og gisting er ekki innfalin í verði né hesthúsapláss fyrir hest) - Smellið hér fyrir skráningu!

 

11. Aðventuskreytingar

Námskeiðið er opið öllum, hentar sérstaklega vel þeim sem vinna í blómaverslunum eða hafa það í hyggju sem og áhugafólki.

Síðustu fjórar vikurnar fyrir jól kallast aðventa eða jólafasta. Þessi tími er samofinn blómum, greni og jólaskreytingum, allt gert til að undirbúa jólahátíðina og veita smá birtu inn í skammdegið.

Námskeið er byggt upp bæði sem sýnikennslu og verklegt kennsla. Settar verða saman í bland einfaldar og flóknari skreytingar sem hafa það sameiginlegt að tengjast jólum og aðventunni á einn eða annan máta. Nemendur fá tækifæri til að setja saman sínar eigin jólaskreytingar með handleiðslu fagmanns og taka í lokin með heim afrakstur dagsins.

Kennsla: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir blómaskreytir og Valgerður Jódís Guðjónsdóttir blómaskreytir.

Tími: Lau. 16. nóv, kl. 10:00-16:00 í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi.

Verð: 27.900kr (Námsgögn, kaffi, hádegismatur og allt efni innifalið) - Smellið hér fyrir skráningu!

 

12. Reiðmaðurinn 2019-2021 - Nýr hópur í Kópavoginum haustið 2019!

Búið er að opna fyrir skráningar í Reiðmannsnámið, en það er nám sem ætlað er fyrir hinn almenna hestamann. Hópur fer af stað á Hellu og annar í Mosfellsbæ og eru þeir fullbókaðir, en hægt er að skrá sig á biðlista. Hinsvegar er búið að opna fyrir skráningar (8. ágúst) í nýjan hóp sem fer af stð í september 2019 í reiðhöll Spretts í Kópavogi.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um almennar kröfur og verð.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um námið sjálft.

Smellið síðan hér fyrir skráningar á námsbrautina. - Í athugasemdareitinn væri gott að fá inn stutta lýsingu á ykkar aðkomu að reiðmennsku sem og upplýsingar um þann hest sem þið ætlið nota í náminu ef þið hafið ákveðið það nú þegar.

Umsóknarfrestur var til 5. júní fyrir Hellu og Mosfellsbæ, en er til 25. ágúst fyrir hópinn í Kópavogi. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða bæta sér á biðlista geta haft samband beint við verkefnisstjóra námsins, Hinrik Þór Sigurðsson (hinrik@lbhi.is)

 

Einnig má senda tölvupóst á endurmenntun@lbhi.is ef óskað er eftir nánari upplýsingum eða aðstoð.

Einnig er hægt að skrá sig á póstlista Endurmenntunar LbhÍ hér!

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is