Námskeið í boði

1. Borgarvistfræði - 6 ECTS

Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum innsýn í áhrif þéttbýlismyndunar og annarrar algengrar land¬nýtingar á vistkerfi og umhverfi og tengingu þeirra við helstu umhverfismál samtímans. Kynntar verða til sögunnar ýmsar vistfræðilegar og vistverkfræðilegar lausnir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þéttbýlismyndunar. Fjallað verður um þætti eins og vistspor þéttbýlis og möguleika þess til að veita margvíslega vistkerfaþjónustu. Rætt verður um sérstöðu íslenskrar náttúru og því velt upp hvort og hvernig hægt sé að gera þéttbýlið „náttúrulegra“. Einnig verða skoðuð áhrif innviðamannvirkja (vegir, virkjanir, línur, o.s.frv.) á vistkerfi og hvað gert sé til að draga úr þeim, auk þess sem rædd verða áhrif mismunandi landnýtingar á vistkerfi og umhverfi. Að lokum verður fjallað um alþjóðlega og innlenda stefnumótun á sviði umhverfismála og skoðað hvernig hún getur tengst skipulagsmálum.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í meistaranám í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku sem og forkröfur um BS/BA próf verður gefinn kostur að sitja próf í lok námskeiðsraðar.

Kennsla: Ása L. Aradóttir prófessor við LbhÍ og Ólafur Arnalds prófessor við LbhÍ.

Tími: Námskeiðið hefst 25. október og fer kennsla fram hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík. - Smellið hér fyrir skráningu

Stundataflan hér fyrir neðan er sett fram með fyrirvara um hugsanlegar breytingar.

 • föstudagur, 25. okt, kl. 9:00-12:00
 • föstudagur, 1. nóv, kl. 9:00-12:00
 • fimmtudagur, 7. nóv, kl. 15:15-18:40 (skyldumæting fyrir þá sem sækjast eftir einingamati)
 • föstudagur, 8. nóv, kl. 9:00-12:00 (skyldumæting fyrir þá sem sækjast eftir einingamati)
 • föstudagur, 22. nóv, kl. 10:00-12:00
 • fimmtudagur, 28. nóv, kl. 15:15-18:40 (skyldumæting fyrir þá sem sækjast eftir einingamati)
 • föstudagur, 29. nóv, kl. 9:00-12:00 (skyldumæting fyrir þá sem sækjast eftir einingamati)
 • föstudagur, 6. des, kl. 10:00-12:00

Inn á milli tímanna verða sett ýmis veferindi frá kennurum námskeiðsins út á kennsluvef námskeiðsins, sem hluti af námskeiðinu í bland við kennsluefni ýmiskonar.

Verð: 52.000kr

 
 

Fjallað er um íslenska réttarkerfið, þrígreint vald, hlutverk og vægi hvers þáttar. Farið er yfir meginreglur stjórnsýsluréttarins, þar sem að skipulag og byggingar- og framkvæmdaleyfi eru stjórnvaldsákvarðanir. Fjallað er um eignarrétt og lögvernd hans og gerð grein fyrir helstu réttarreglum um eignarnám og bætur. Farið er yfir reglur skipulags- og byggingarlaga, mat á umhverfisáhrifum, náttúruvernd og annað þess háttar efni sem varðar skipulagsgerð. Skoðuð eru raunveruleg dæmi, úrlausnir dómstóla, úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og mannréttindadómstóls Evrópu í ágreiningsmálum.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í meistaranám í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku sem og forkröfur um BS/BA próf verður gefinn kostur að sitja próf í lok námskeiðsraðar.

Kennsla: Hjalti Steinþórsson hrl og fyrrverandi forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Tími: Kennsla hefst haust 2019 og verður sem hér segir:

 • föstudag 25. okt kl. 13:00 -16:00
 • laugardag 26. okt frá 9:00 – 12:00
 • laugardag 2. nóv  frá 9:00 – 14.25
 • föstudag 8. nóv frá 13:00 – 17:55
 • laugardag 9. nóv 9:00 -12:00
 • laugardag 23. nóv  frá 9:00 – 14.25
 • föstudag 29. nóv frá 13:00 – 17:55
 • laugardag 30. nóv 9:00 -12:00
 • laugardag 7. des 9:00 -12:00

Dagsetning á lokaprófi verður auglýst síðar.

Verð: 52.000 kr - Smelltu hér fyrir skráningu!

 

3. Húsgagnagerð úr skógarefni I

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda.

Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d  smíðakennurum, almennum kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem er að falla til við grisjun.

Á námskeiðinu:

 • lærir þú að nýta grisjunarefni í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar,
 • þú kynnist eiginleikum einstakra viðartegunda og nýtingu þeirra,
 • lærir þú að setja saman kolla og bekki úr greinaefni og bolviði/ skógarfjölum,
 • þú kynnist fersku og þurru efni og samsetningu þess,
 • þú lærir að afberkja, ydda, setja sama og fullvinna húsgögnin, yfirborðsmeðferð og fúavörn.

Öll verkfæri og efni til staðar. Verið í vinnufatnaði á námskeiðinu. Allir fara heim með einn koll og bekk.

Kennsla: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktarinnar og verkefnisstjóri Lesið í skóginn og Ólafur G.E.Sæmundsen skógtæknir.

Tími: Fös. 8. nóv. kl. 16:00-19:00 og  lau. 9. nóv, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Skógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.

Verð: 33.500 kr. (Kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði) - Smellið hér fyrir skráningu!

Skráning til 31. okt.

 

4. Nám fyrir frjótækna

Haldið í samstarfi við Nautastöð BÍ og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Námið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að læra handbrögð frjótækna. Námskeiðið er einkum ætlað búfræðingum. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda.

Nám fyrir verðandi frjótækna skiptist í tvennt, annarsvegar bóklegt lotunám sem kennt er hjá LbhÍ á Hvanneyri með sýnikennslu hjá Nautastöð BÍ á Hesti og hinsvegar verklega þjálfun sem Nautastöð BÍ sér um.

Fyrri hluti námsins byggir alfarið á fyrirlestrum ýmissa sérfræðinga á málefnum sem snúa á einn eða annan máta að starfi og umhverfi frjótækna. Til að fá formlega vottun sem frjótæknar þá þarf einnig að ljúka seinni hluta námsins sem er sérsniðin verkleg þjálfun hjá starfsmönnum Nautastöðvar BÍ.

Gert er ráð fyrir að nemandi hafi nokkra þjálfun í tölvunotkun og sé m.a. kunnugur ritvinnslu- og töflureikniforritum og vanur að nota tölvupóst og vafra.

Kennsla: Ýmsir sérfræðingar.

Tími: 11.-15. nóv, kl. 9:00-16:50 og 15. nóv, kl. 9:00-14:20 (42 kennslustundir) hjá LbhÍ á Hvanneyri. Bóklegt lokapróf verður haldið mánudaginn 18. nóvember, kl. 13:00.

Verð: 99.000 kr. Innifalið í verði er kennslan, gögn, hádegismatur og kennsluaðstaða. Gisting er ekki innifalin í verði. Verkleg þjálfun að loknu námskeiði hjá Nautastöð BÍ er ekki innifalin í verðinu.

Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands og styrkir allt að 33.000kr á hverju skólaári (www.bondi.is)

Smelltu hér fyrir skráningu!

 

5. Reiðmaðurinn - framhaldsþjálfun

Námskeiðið er sjálfstætt framhald fyrstu tveggja ára Reiðmannsins. Stefnan er að nemandinn öðlist aukna færni í því sem hann hefur áður lært og geti bætt sinn hest á enn markvissari hátt með hjálp æfinga og útsjónarsemi. Nemandinn öðlast meiri færni í markvissri notkun þeirra æfinga sem hafa hvað mest nytsamlegt gildi. Nemendur læra að setja upp þjálfunaráætlun og vinna út frá henni. Kynnt verða fyrir nemendum mismunandi útfærslur af þjálfunarstigum klassískrar reiðmennsku og unnið út frá þeim. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og verður kennsla miðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Námskeiðið nær yfir fimm helgar, frá föstudegi til sunnudags á tímabilinu frá nóvember fram í mars 2020. Á föstudögum er kennt frá ca. kl. 14:00-20:00 og á laugardögum og sunnudögum frá ca. kl. 8:00-17:00

Á fyrstu helgi er gerð ítarleg úttekt á knapa og hesti. Eftir fyrstu helgi setur knapinn upp markmið vetrarins og þjálfunaráætlun út frá henni. Þjálfunaráætlunin er byggð á bóklegu efni um þjálfunarstig og liggur til grundvallar lokaúttektar á knapa og hesti. Kennslan verður einstaklingsmiðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Þáttökuskilyrði eru að hafa lokið fyrstu tveimur árum Reiðmannsins eða knapamerki 5.

Kennsla: Gunnar Reynisson aðjúnkt í hestafræðum við LbhÍ.

Tími: 15.-17. nóv, 13.-15. des, 24.-26. jan, 21.-23. feb og 20-22. mars (135 kennslustundir) í húsnæði LbhÍ á Miðfossum.

Verð: 140.000 kr (Innifalið í verði er öll kennsla og aðstaða í reiðhöll. Matur og gisting er ekki innfalin í verði né hesthúsapláss fyrir hest) - Smellið hér fyrir skráningu!

 

6. Aðventuskreytingar

Námskeiðið er opið öllum, hentar sérstaklega vel þeim sem vinna í blómaverslunum eða hafa það í hyggju sem og áhugafólki.

Síðustu fjórar vikurnar fyrir jól kallast aðventa eða jólafasta. Þessi tími er samofinn blómum, greni og jólaskreytingum, allt gert til að undirbúa jólahátíðina og veita smá birtu inn í skammdegið.

Námskeið er byggt upp bæði sem sýnikennslu og verklegt kennsla. Settar verða saman í bland einfaldar og flóknari skreytingar sem hafa það sameiginlegt að tengjast jólum og aðventunni á einn eða annan máta. Nemendur fá tækifæri til að setja saman sínar eigin jólaskreytingar með handleiðslu fagmanns og taka í lokin með heim afrakstur dagsins.

Kennsla: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir blómaskreytir og Valgerður Jódís Guðjónsdóttir blómaskreytir.

Tími: Lau. 16. nóv, kl. 10:00-16:00 í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi.

Verð: 27.900kr (Námsgögn, kaffi, hádegismatur og allt efni innifalið) - Smellið hér fyrir skráningu!

 

7. Sauðfjársæðingar

Námskeið fyrir alla sauðfjárbændur og þá sem hafa áhuga á að starfa eða starfa nú þegar við sauðfjársæðingar.

Fjallað er örstutt um sögu sauðfjársæðinga. Æxlunarfærum sauðkinda er lýst og greint er frá helstu atriðum varðandi æxlunarlíffræði þeirra. Fjallað er um sæðingar, hvernig best er að standa að þeim, hvenær rétti sæðingatíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin. Kennd er meðferð sæðis og verklag við sæðingar er kennt í fjárhúsi. Einnig er rætt um smitvarnir. Ætlast er til þess að nemendur geti sætt ær og sagt til um það hvernig bestum árangri verður náð.

Kennsla: Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.

Tími: Boðið verður upp á tvö námskeið:

I: Fim. 28. nóv, kl. 13:00-18:00 hjá LbhÍ á Hesti í Borgarfirði - Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið á Hesti!

II: Fös. 29. nóv, kl. 13:00-18:00 á Stóra Ármóti á Suðurlandi - Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið á Stóra-Ármóti!

Verð: 21.900kr

 

Einnig má senda tölvupóst á endurmenntun@lbhi.is ef óskað er eftir nánari upplýsingum eða aðstoð.

Einnig er hægt að skrá sig á póstlista Endurmenntunar LbhÍ hér!

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is